Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Lögfræðingurinn Sævar um þöggun kynferðisofbeldis: „Fjölskyldan meinaði mér að kveðja föður minn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögfræðingurinn Sævar Þór Jónsson tjáir sig um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir og þeirri þöggun og afneitun sem hann mætti þegar hann sagði fjölskyldu sinni frá ofbeldinu:

„Það er þessi afneitun, þessi þöggun og tortryggni sem mætir mörgum þolendum sem ýtir frekar undir þörf þeirra til þess að opinbera brotin enn frekar. Sá sem ekki fær viðurkenningu heima fyrir leitar að henni annars staðar,“ segir hann og heldur áfram:

„Það er ekki hægt að horfa áfram hjá þessum staðreyndum. Mikilvægi þess að fjalla um þessi mál hefur ekkert með annarlegar hvatir að gera heldur er tilgangurinn að fá samfélagið í heild sinni til að taka á málum þannig að það skili sér á sem víðustum grunni, innan veggja heimilanna, stofnanna og réttarvörslukerfisins og að fólk taka á málefnum þolenda kynferðisbrota þannig að unnið sé markvisst í málaflokknum en ekki reyna að þagga það niður eða drepa umræðunni á dreif.“

Sævar segir að hann hafi farið „þá leið að skrifa mig frá vandanum og gaf út bók þar sem ég opinberaði mína þrautagöngu. Það var mín leið til þess að saga mín yrði loks viðurkennd. Það kostaði mig útilokun frá eigin fjölskyldu. Var það þess virði eða hefði ég átti hreinlega að bíða með þetta, hlífa mínu fólki? Faðir minn lést án þess að vilja nokkurn tíma ræða þessi mál við mig. Fjölskyldan meinaði mér meira að segja að kveðja hann og presturinn sem jarðsöng vildi ekki skipta sér af þessu og lét þau ráða. Það virtist vera of erfitt fyrir prestinn að virði rétt minn til að fá að vera viðstaddur jarðarför föður míns. Ég mátti heimsækja kistuna í laumi, læðast í felum eins og skítuga barnið.“

Sævar segir slíka hegðun og nálgun vera „dæmi um hvernig það er að vera í samfélagi sem talar um skilning en praktiserar það ekki. Það er því ekki að furða að fólk kom fram opinberlega til að tala um þessi málefni því annars verða engar breytingar og það breytir engu í hvernig réttaríki við lifum.“

Að lokum nefnir Sævar að „í Bretlandi hafa verið gerðar rannsóknir um málefni sem snúa að sundrung fjölskyldna og er talið að í Stóra-Bretlandi sé 8% þjóðarinnar eða rúmlega 5 milljónir einstaklinga sem koma frá sundruðum fjölskyldum vegna áfalla innan fjölskyldna, eins og t.d. kynferðisbrota. Eigi sama hlutfall við hér á landi þá eru um 29 þúsund Íslendingar í þessum sporum. Það er því full ástæða til að vekja máls á þessu og leggjast á árarnar til að vinna á þessu tabúi og fordómum sem enn finnast gagnvart þolendum kynferðisbrota.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -