Föstudagur 29. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Logi Einarsson um ástandið á Akureyri – „Fyrirsjáanlegt og sorglegt“ – Lykilstarfsmenn reknir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Samkvæmt mínum heimildum hefur verið tilkynnt um uppsagnir tuttugu og sex starfsmanna á hjúkrunarheimilunum á Akureyri. Þar á meðal eru lykilstarfsmenn,“ segir formaður Samfylkingarinnar, Logi Einarsson, og heldur áfram:

„Í mörg ár hefur ríkisvaldið vanfjármagnað málaflokkinn með þeim afleiðingum að Akureyrarbær neyddist til að segja upp samningi um rekstur heimilanna, enda erfitt að réttlæta að greiða tap ár eftir ár með peningum sem áttu að fara í önnur mikilvæg og jafnvel lögbundin verkefni.“

Logi segir að „í stað þess að ríkið tæki við rekstrinum eins og tíðkast víða um land, ákvað heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnin að bjóða hann út og einkahlutafélag tók við honum fyrir nokkrum vikum. Og nú er sem sagt hagræðingin hafin.“

Logi óttast að við því sé hætt „að þetta sé bara fyrsta skrefið og þau næstu verði heldur ekki í þágu alls þess gamla fólks sem á skilið að lifa síðustu árin við öryggi; góðan aðbúnað og eins góð lífsgæði og frekast er unnt. Þau eiga það inni hjá okkur sem yngri erum. Svona er nú komið fyrir stærsta kvennavinnustaðnum á Akureyri,“ segir Logi að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -