Föstudagur 19. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Logi: „Enginn var skilinn út undan – Eftir á að hyggja myndi ég ekki vilja þetta fyrir börnin mín“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar var gestur Reynis í Mannlífinu þar sem hann ræddi um árin sín fyrir Norðan, skemmtilegan tíma í hljómsveitinni Skriðjöklum og Samfylkinguna.

Logi fæddist og ólst upp á Akureyri á 6. áratugnum. Árin liðu fyrir norðan og út um allan heim og strákurinn stækkaði og þroskaðist. Og hann var meðlimur hljómsveitarinnar Skriðjökla um tíma.

„Við vorum ærslafullur hópur af ungum piltum. Þetta voru reyndar tveir hópar. Þetta voru tveir áberandi hópar sem voru báðir að fást við músík og elduðu svolítið grátt silfur saman og var svona frekar í nöp við hverja aðra; þessir hópar sem runnu svo saman í Skriðjökla.

Síðan held ég að það hafi verið einhvers staðar niðri í bæ í einhverju skemmtihúsi sem við hugsuðum að þetta væri óþarfi og við ættum að verða vinir og þá runnu saman tvær fimm til sex manna klíkur og við bjuggum til Skriðjökla.

Fyrst og fremst held ég nú að það hafi verið gert til þess að komast ókeypis inn í Atlavík og svo varð ekkert aftur snúið. Þetta varð furðulega vinsælt miðað við hvað þetta var nú efnisrýrt. En við höfðum gaman og í nokkur ár var þetta til og við ferðuðumst um landið og okkur gafst tækifæri til þess að vera í samvistum. Þetta var meira eins og félagsheimili.

Við vorum orðnir 10 og það var ekki hægt að koma öllum á hljóðfæri og þá var farið í að velja þá sem voru skástir á hljóðfæri og við hinir fengum bara annað hlutverk.

- Auglýsing -

Ég var látinn dansa og einn annar, einn var í miðasölunni og einn keyrði rútuna. Það var enginn skilinn út undan. Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið jafnaðarmennskan í hnotskurn,“ segir formaðurinn sem segist vera slarkfær á gítar.

Logi flutti svo til Noregs tveimur eða þremur árum eftir stofnun Skriðjökla þar sem hann lærði arkitektúr. „Það var samt þannig að þegar ég kom í jólafrí eða sumarfrí þá var alltaf kallað í mann „komdu með“.“

Fylgdi Skriðjöklum mikið sukk?

- Auglýsing -

„Jú, óþarflega mikið, sennilega. En eins og er hjá ungu fólki oft, en eftir á að hyggja þá óska ég þess ekki að börnin mín geri þetta. En flestir höfum við þroskast frá því. Við vorum margir í íþróttum líka samhliða þessu og það varð einhver hemill á þessu. Auðvitað ekki sá standard sem gerður er á íþróttamenn í dag, enda urðum við ekkert sérstaklega góðir, en það varð þó til þess að við urðum að passa okkur til að verða leikfærir. “

 

Hér er hægt að lesa viðtalið heild sinni.

Logi Einarsson var látinn dansa – Lenti illa í hruninu og fór beint á fund hjá stjórnmálaflokki

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -