Fimmtudagur 30. júní, 2022
9.8 C
Reykjavik

Lögmaður föðurins í Noregi: „Hann hefur frekar viljað skapa ró og næði“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Það er ekkert nýtt í þessu máli, ég get staðfest það,“ sagði Leifur Runólfsson, lögmaður föður barnanna sem Edda Björk Arnardóttir, móðirin, nam á brott með einkaflugvél frá Noregi í síðustu viku. Edda steig fram í viðtali í hlaðvarpsþættinum Eigin konur, en þar lýsti hún meðal annars meintum hótunum og ofbeldi af hálfu föðursins. Leifur, lögmaður föðursins, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann segir það miður að forsjásdeilur foreldranna hafi ratað í fjölmiðla. Mannlíf fjallaði í gær um ásakanir Ragnheiðar, dóttur mannsins, eftir að hún kom fram í viðtali í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. Þar sagði hún föður sinn hafa brotið á sér og slegið sig.

Aðspurður út í ásakanirnar sagði Leifur þær hafa komið upp fyrir tveimur til þremur árum síðan. Málið hafi ekki farið fyrir dóm og sagðist hann ekki vita betur en það væri búið að fella það niður. Lögmaðurinn vildi ekki tjá sig um málefni barnanna en sagði hann föður þeirra reyna skapa ró í aðstæðunum.
„Hann hefur frekar viljað skapa ró og næði,“ sagði hann undir lok samtalsins.

Yfirlýsingu Leifs má lesa í heild hér að neðan.

Því miður hafa efnisatriði í erfiðri og viðkvæmri forræðisdeilu foreldra sem búsettir eru í Noregi annars vegar og á Íslandi hins vegar ratað í íslenska fjölmiðla. Norskir dómstólar hafa úrskurðað um fyrirkomulag forræðis og umgengnisrétt foreldranna og íslenskir dómstólar um ólögmætt hald móður á börnum þeirra. Fyrir það hlaut hún sex mánaða fangelsisdóm.

Kastljós fjölmiðla hefur síðustu dagana einkum beinst að brottnámi drengjanna þriggja á nýjan leik. Hefur móðir þeirra stigið fram í fjölmiðlum og tjáð sig um sína hlið málsins með ítarlegum hætti. Í þeim viðtölum ber hún föður drengjanna þungum sökum. Sömuleiðis hefur elsta dóttir þeirra hjóna, 15 ára gömul, verið leidd fram með þungar ávirðingar í garð föður síns. Norsk yfirvöld hafa að lokinni vandlegri rannsókn úrskurðað að ásakanirnar séu tilefnislausar.

Faðir drengjanna og tveggja systra þeirra sem búa hjá móður sinni á Íslandi hefur af tillitsemi við börnin forðast að að segja sína hlið málsins á opinberum vettvangi. Í lengstu lög mun hann kappkosta að halda því striki. Einungis önnur hliðin í þessari deilu, þ.e. sjónarhóll móðurinnar, verður því sýnileg og vonandi er að fjölmiðlar nálgist umfjöllun sína bæði með það í huga og einnig hitt að börn eiga í hlut.

- Auglýsing -

Vakin er athygli á þeirri staðreynd að réttarríki beggja viðkomandi landa teljast í fremstu röð og ekki síst þegar réttindi og velferð barna eru annars vegar. Þess vegna mun faðir barnanna, skjólstæðingur minn, hér eftir sem hingað til hlíta eftir bestu getu þeim niðurstöðum og fyrirmælum sem þar til bær yfirvöld úrskurða um.

Reykjavík 5. apríl 2022

Leifur Runólfsson

- Auglýsing -

lögmaður 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -