• Orðrómur

Lögmaður og hjúkka á bak við Stóra IKEA svindlið – Börnin tekin með í ránsferðirnar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Það er morgunljóst að Íslendingar eiga í afar nánu sambandi við IKEA, sænska stórveldið, sem sérhæfir sig í flatpökkuðum húsgögnum sem ávallt virðast kalla á sexkant til samsetningar. Það má reyndar taka það djúpt í árina að segja að ekki finnist það íslenska heimili þar sem ekki er að finna einhverjar vörur úr IKEA. Kjötbollurnar ljúffengu, sem landinn þyrpist í á vinsælasta veitingastað landsins í IKEA, lokka og laða heilu fjölskyldurnar reglulega í Garðabæinn.

IKEA komst í fréttirnar árið 2013 og þá ekki fyrir kjöbollurnar víðfrægu. Í ljós kom að hópur fólks hafði stundað það að skipta um strikamerki á vörum þannig að strikamerki af ódýrari vörum voru sett yfir strikamerki á vörum sem voru dýrari.

Einbeittur brotavilji

- Auglýsing -

Svikahrapparnir greiddu síðan ódýrari vöruna og skiluðu vörunum með upprunalegu strikamerkingunum og fengu endurgreitt í inneignarnótum og gjafabréfum eins og þá var regla hjá IKEA. Talið var að svikin hefðu staðið allt frá 2007. Brotaviljinn virðist hafa verið einbeittur því einn af þeim sem ákærður var ku hafa framið svindlið 43 sinnum. Dæmi voru um að fé hafi verið svikið af versluninni þrisvar sinnum sama daginn.

Meðal þeirra sem voru í hóp hinna ákærðu voru hérðaðsdómslögmaður, sem talinn er höfuðpaurinn, framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu og hjúkrunarfræðingur. Myndbönd úr öryggismyndavél fyrirtækisins sýndu að þau hefðu ítrekað tekið börn sín með í ferðir þar sem svikin voru stunduð.

SELMA stólarnir staðfestu svikin

- Auglýsing -

Svindlið hefði getað haldið áfram um ókomna tíð ef ekki hefði verið fyrir glöggan starfsmann í húsgagnadeild sem kom auga á að fyrirtækið hefði fjóra SELMA stóla á lager sem skilað hafði verið. Sem taldist sérkennilegt með tilliti til þess að enginn SELMA stóll hafði verið seldur. Öryggisdeild fyrirtækisins fór þegar á stjá og fékk með sér í lið öryggissérfræðing frá Danmörku með ærnum tilkostnaði. Þar sem krafist er kennitölu við skil á vörum var nokkuð einfalt að fara yfir skilasögu viðkomandi sem var slándi. Fyrst var talið að um innanhúsglæp væri að ræða og að starfsmaður hefði aðstoðað við þjófnaðinn en fljótlega kom í ljós hvaða aðferð hafði verið beitt. Hún var sjokkerandi einföld vegna rýmra skilareglna IKEA en þeim hefur síðar verið breytt og er krafist kassakvittunar við skil á vörum.

Þegar upp komst um gerendur fylgdist öryggideild IKEA með ferðum fólksins í versluninni í gegnum öryggismyndavélar auk þess sem starfsfólk var beðið um að hafa auga með þeim. Eftir að það yfirgaf verslunina var farið í gegnum vörutalningarkerfi verslunarinnar og grunurinn um svikinn staðfestur.

Dómur fellur

- Auglýsing -

Áætlað var að tjón IKEA hafið hlaupið milljónum. Fyrirtækið höfðaði einkamál gegn fimm manns vegna fjársvika og var gengið frá dómsátt sem fól í sér bótagreiðslu til IKEA. Lögreglan ákærði fjögur þeirra en felldi niður mál gegn einni konu. Sigurjón Jónsson og Arndís Arnarsdóttir játuðu sök og voru dæmd til tveggja mánaða skilorðsbundinnar refsingar í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Stóra IKEA málið vakti mikla athygli landans og tók Ari Eldjárn ógleymanlegan snúning á því í áramótaskaupinu 2013 sem sjá má hér:

 

 

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -