Föstudagur 20. maí, 2022
12.8 C
Reykjavik

Lögmenn Róberts kæra Mannlíf vegna eigin tölvupósts til ritstjóra: Fjarskiptastofa fjarlægi frétt

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ólafur Kristinsson, lögmaður Róberts Wessman, hefur krafist þess við Fjarskiptastofu að frétt Mannlífs um tölvupóst sem hann sendi á Reyni Traustason ritstjóra og Róbert Wessman athafnamann verði fjarlægð og að útgefanda Mannlífs verði refsað að lögum.

Í umræddum póstsamskiptum kemur fram samráð Ólafs og Láru Ómarsdóttur, fyrir hönd Róberts Wessman um viðbrögð við þeim uppljóstrunum Kristjóns Kormáks Guðjónssonar, ritstjóra 24.is, að Ólafur millifærði á hann milljón krónur morguninn eftir innbrotið á ritstjórn Mannlífs.

Kristjón Kormákur gekkst við innbrotinu í Mannlífinu

Kristjón Kormákur játaði innbrotið í viðtali í hlaðvarpi Mannlífs og lýsti því jafnframt að hann ræddi málið í tvígang, umræddan morgun, við Róbert Wessman og upplýsti hann um að tölva ritstjóra Mannlífs væri í hans fórum. Róbert hafi þá samþykkt umræddar greiðslur til hans, meðal annars í því skyni að fela slóð þeirra sem brutust inn með kaupum á nýjum farsímum. Viku eftir samtölin við Kristjón Kormák kærði Róbert ritstjóra Mannlífs til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands og dylgjaði þar um að innbrotið hefði verið sviðsett af þolandanum.

Uppnefndi Kristjón

Í tölvupóstsamskiptum Láru Ómarsdóttur, talsmanns Róberts, og Ólafs er samráð um yfirlýsingu Ólafs þar sem lögmaðurinn segir Kristjón hafa starfað beinlínis fyrir sig. Ólafur lýsti Kristjóni Kormáki þar sem ræfli sem ekkert gæti „deliverað“ og uppnefnir hann sem Kornmák. Áður hafði Róbert lýst því að Ólafur hafi starfað fyrir sig um árabil að tilteknum verkefnum. Kristjón Kormákur sagði frá því að Ólafur hafi verið milligöngumaður varðandi greiðslur sem hann samdi um beint við Róbert. Ritstjórinn þáverandi heimsótti Róbert meðal annars á heimili hans í London þar sem samið var um hátt í 4 milljónir á mánuði í fjárstuðning á þeim forsendum að Kristjón stundaði ráðgjafastörf.

Lára Ómarsdóttir átti í umdeildum samskiptum við Ólaf

Kæra Ólafs til Fjarskiptastofu er send af Svavari Daðasyni, lögfræðingi hjá Valdimarsson ehf. Sú stofa, sem er í eigu Ómars Valdimarssonar lögmanns, hefur einnig unnið fyrir Róbert Wessman og meðal annars staðið að kærum á hendur ritstjórn og eigendum Mannlífs til nokkurra stofnana. Í gögnum sem fylgja kærunni fylgir afrit af pósti frá Láru Ómarsdóttur til Svavars með afriti af umræddum samskiptum.

Mistökin ekki tilkynnt

Ólafur lögmaður reyndi ekki að afturkalla póstinn með hinum sláandi upplýsingum eða gerði athugasemd við birtingu tölvupóstsins á mannlif.is. Pósturinn umdeildi var sendur í cc á ritstjóra Mannlífs, Róbert Wessman og nána samstarfsmenn hans. Ólafur gat ekki upplýst í samtali við Mannlíf af hverju Róbert fékk póstinn með hinum viðkvæmu upplýsingum. Ekkert  benti til þess að hann hefði sent póstinn óvart, eins og haldið er fram í kærunni. Í stað þess að tilkynna um mistök og óska eftir þögn Mannlífs kærði Ólafur til Fjarskiptastofu og krefst ítrustu refsingar.

Tölvupósturinn sem deilt er um
- Auglýsing -

Ólafur hafði áður þrætt fyrir að vera milligöngumaður um fjármuni til Kristjóns Kormáks en viðurkenndi eftir samráðið við Láru að hafa millifært fjármuni á Kristjón en sagði það, blákalt, vera vegna vinnu í sína eigin þágu.

Kæran er dagsett 24. mars en barst Mannlífi þann 10 maí. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Mannlífs, mun svara Fjarskiptastofu vegna málsins. Frestur til að svara rennur út 17. maí.

Fyrirvari: Róbert Wessman hefur verið kærður til lögreglu af útgefanda og ritstjóra Mannlífs vegna meðsektar og yfirhylmingar á innbroti í höfuðstöðvar Mannlífs og í bifreið ritstjóra.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -