Sunnudagur 28. nóvember, 2021
4.8 C
Reykjavik

Lögregla í útkall vegna leik manns með flugdreka sem truflaði flugumferð

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í gærkvöldi sökum þess að leikur manns með flugdreka í Nauthólsvík var sagður trufla flugumferð. Fram kemur í dagbók lögreglu að maðurinn hafi brugðist vel við og lofað að færa sig um stað.

Gærkvöld og nótt virðast þó hafa verið með nokkuð hefðbundnum hætti. Í dagbók lögreglu kemur fram að milli 17.00 í gær fram til fimm í morgun haf 60 mál verið skráð og sex sitja í fangageymslu.

Ung kona var var handtekin grunuð um ofbeldi og hótanir í Laugardal. Konan var vistuð í fangageymslu vegna rannsóknar. Þá var maður handtekinn í annarlegu ástandi um kvöldmatarleiti í gær. Hann er grunaður um hótanir og var vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar málsins. Annar maður var handtekin sökum annarlegs ástands og vistaður í fangageymslu og þá var enn einn einstaklingur handtekinn. Hann var mikið ölvaður og til ama.

Ungur maður tilkynnir um líkamsárás í Breiðholti. Drengurinn var sleginn í andlit og var með lausa tönn. Árásaraðilar munu einnig hafa stolið síma hans og veski.  Árásarþoli þekkti árásaraðila og er málið í rannsókn.

Bifreið stöðvuð í Breiðholti. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna sem og vörslu, sölu og dreifingu fíkniefna.  Hann var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.  Farþegi í bifreiðinni er grunaður um brot á vopnalögum.

Tilkynnt um innbrot og þjófnað í Sumarhús.  Búið var að spenna upp hurð og fara inn. Talið að innbrots aðili eða aðilar hafi notað bústaðinn en eigandinn hafði ekki verið þar síðan um Verslunarmannahelgina. Einhverjar skemmdir og ekki vitað hvort einhverju var stolið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -