2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Lögregla tók blóðsýni með valdi úr ökumanni undir grun um akstur undir áhrifum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt ökumann grunaðan um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis, annarra fíkniefna og akstur án réttinda. Maðurinn neitaði að hlýta sýnatöku vegna rannsóknar og var því blóðsýni tekið með valdi.

Nokkuð var um ölvun í nótt. Lögregla stöðvaði bifreið í 101 eftir að henni hafði verið ekið utan í kyrrstæða bifreið. Ökumaðurinn er grunaður um keyrslu undir áhrifum áfengis, vörslu fíkniefna, keyrslu án réttinda og umferðaróhapp. Þá var tilkynnt um mann sofandi ölvunarsvefni í stigagangi fjölbýlishúss í vesturbænum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu.

Lögregla stöðvaði tvo menn í Kópavogi og Breiðholti vegna gruns um akstur undir áhrifum. Þá var tilkynnt um eignaspjöll á rafmagnsvespu í Breiðholti. Hjólið skemmdist mikið vegna tilraun til að stela rafgeymi hjólsins að því er segir í tilkynningu lögreglu.

Þá hafði lögregla afskipti af tveimur mönnum vegna gruns um að þeir hefðu stolið úr söfnunargámum Skátanna.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is