Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Lögreglan birtir kort með hættusvæðum á gossvæði – Fólk getur verið í lífshættu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Hérna birtum við kort sem afmarkar það svæði þar sem fólk getur verið í bráðri hættu vegna skyndilegra atburða sem geta orðið við gosstöðvarnar,“ segir í færslu lögreglunnar á Suðurnesjum. 
Í nótt opnaðist enn ein eldstöðin á gossvæðinu. Í dag verður gossvæðið vaktað af lögreglu og björgunarsveitum frá kl. 12 til kl. 24. Lokað verður inn á svæðið kl. 21. Rýming hefst kl. 23 og verður lokið fyrir miðnætti. Og háskinn á svæðinu getur orðið alvarlegur. Fjörtjón blasir við fólki ef ekki er farið varlega og reglum fylgt.
„Innan hættusvæðisins er allra mesta hættan á opnun fleiri gossprungna án fyrirvara og því getur fylgt skyndilegt og hratt hraunflæði sem erfitt er að forðast. Utan þessa svæðis eru einnig aðrar hættursem fylgja framrás hrauns og uppsöfnunar gass“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -