Sunnudagur 3. desember, 2023
1.1 C
Reykjavik

Lögreglan í Manchester um mál Gylfa: Tjá sig ekki nema ákæra verði gefin út eða mál fellt niður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú eru liðnir heilir fjórtán mánuðir síðan lögreglan í Manchester hóf rannsókn sína á Gylfa Þór Sigurðssyni, eins besta fótboltamanns Íslands fyrr og síðar og fyrrum landsliðsmanns í knattspyrnu.

Fyrir fjórtán mánuðum var Gylfi handtekinn og settur í farbann.

Mikið hefur verið fjallað um málið hér á landi, en einnig víða um heim.

Lögreglan í Manchester hefur aftur og aftur fengið framlengingu á farbanni Gylfa, en þrátt fyrir þennan langa tíma er ekki í raun vitað mikið um málið.

Mannlíf sendi fyrirspurn til lögreglunnar í Manchester og fékk það svar að lögreglan þar myndi einungis tjá sig eða senda frá sér eitthvað opinberlega um málið ef Gylfi yrði ákærður eða ef rannsókn málsins yrði hætt – málið fellt niður.

Margir glöddust þegar Gylfi sást opinberlega í fyrsta skipti í sumar frá því að hann var handtekinn þegar hann fylgdist með leikjum íslenska kvennalandsliðsins á EM á Englandi í sumar.

- Auglýsing -

Þessir fjórtán mánuðir sem hafa liðið frá handtöku Gylfa hafa án vafa reynt mikið á hann og fjölskyldu hans, vini og aðra nána aðstandendur.

Mannlíf mun halda áfram að fylgjast með máli Gylfa.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -