Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Lögreglan kallar smitdólginn í yfirheyrslu: „Með grófari sóttvarnabrotum sem lögreglan rannsakar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur staðfest að smitdólgurinn, sem grunaður er um brot á sóttkví og beri hugsanlega ábyrgð á hópsmitinu sem upp kom á leikskólanum á Jörfa í Bústaðahverf, verði skikkaður í skýrslutöku.

Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu Vísi og segir þetta með grófari sóttvarnabrotum sem lögreglan hafi rannsakað. Guðmundur sagði ennfremur í samtali við Mannlíf þann 19. apríl síðastliðinn að þó nokkur sóttvarnarbrot væru inni á borði lögreglu.

Maðurinn hefur setið í eingangrun vegna Covid-19 sýkingar og hafa yfirheyrslur tafist af þeim sökum.

Hann er sakaður um að hafa brotið gegn skyldu um sóttkví við komu til landsins um síðustu mánaðarmót og rofið einangrun eftir að hafa greinst jákvæður í seinni sýnatöku.

Maðurinn kom af stað hinu rísavaxna hópsmiti á leikskólanum Jörfa í Bústaðahverfi sem skikkaði hundruð manna í sóttkví og einangrun.

Sjá einnig: Smitdólgurinn búinn að missa allt – Hildur: „Þetta er ekki ekki eitthvað til að gleðjast yfir“

- Auglýsing -

Ber ábyrgð á miklum fjölda smita

Maðurinn var fluttur í sóttvarnarhús þann 12. apríl að kröfu sóttvarnarlæknis sem héraðsdómari féllst á. Alls hafa 107 smit greind í tengslum við hópsmitið á Jörfa, þar af þrjátíu af hundrað börnum á leikskólanum og 23 af 33 starfsmönnum. Utan leikskólans, hafa greinst 54 smit, meðal annars meðal fjölskyldumeðlima.

Í viðtali við Mannlíf þann 19. apríl síðastliðin sagði Guðmundur Páll að ekki væri spurning um að sakamál væri að ræða, skýrt væri tekið á brotum um sóttvarnarákvæði í íslenskum hegningarlögum. Guðmundur Páll sagði að beðið yrði eftir að viðkomandi lyki einangrun.

- Auglýsing -

Nú styttist í að yfirheyrslu geti hafist.

Þann sama dag hafnaði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnardeildar lögreglustjóra, að smitdólgurinn yrði nafngreindur  „Það hefur aldrei og mun aldrei vera gefið upp nafn í tilvikum sem þessum vegna persónuverndarákvæða,“ sagði Hjördís.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -