Föstudagur 19. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Lögreglan lokið rannsókn á Júllanum – Óljóst hvort rannsóknin leiði til kæru eða niðurfellingar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Lögreglan á Vestfjörðum hefur lokið rannsókn á hópsýkingu um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni. Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri staðfesti það í samtali við RÚV og segir óljóst hvort rannsóknin muni leiða til þess að kæra verði gefin út eða málið fellt niður.

Stéttarfélög áhafnarinnar á frystitogaranaum Júlíusi Geirmundssyni ÍS tóku höndum saman og kærðu útgerðina til lögreglu. Tilefnið er frægur Covid-túr togarans þar sem útlit er fyrir að veikum sjómönnum hafi verið haldið á sjó svo vikum skiptir og neyddir til vinnu.

Kæran til lögreglu snérist um að útgerðin hafi hunsað tilmæli yfirvalda og horft framhjá reglum um viðbrögð við hópsmiti sem upp kom um borð í togaranum. Í yfirlýsingu sem stéttarfélögin sendu frá sér telja þau framgöngu útgerðarinnar vítaverða og kröfðu þess að fram fari sjópróf því rannasaka þurfi málið í kjölinn og draga menn til ábyrgðar. Sjóprófum er nú lokið og lögreglurannsókn einnig. Nú verður útgerðinni og skipstjóra togarans kynnt niðurstaða lögreglu.

Mannlíf greindi fyrst frá fjöldasýkingum Covid-19 um borð í frystitogaranum. Togaranum var skipað í land eftir þriggja vikna túr þar sem áhöfnin fullyrðir að hún hafi verið neydd til vinnu þrátt fyrir veikindin. Á endanum voru 22 af 25 manna úr áhöfn frystitogarans sýktir af Covid.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -