Lögreglan óskar eftir aðstoð: Bíl stolið eftir árekstur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir bifreiðinni PHH72 sem sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var eftir umferðaróhapp sem ökumaður hennar lenti í um kl. 18:00 í gær, þriðjudagskvöld, við gatnamót Suðurlandsvegar og Þrengslavegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir enn fremur:

„Þegar vinnu lögreglu og sjúkraliðs á vettvangi lauk var bifreiðin skilin eftir en þegar dráttarbílaþjónusta kom á vettvang innan við klukkustund síðar var hún horfin og virðist hafa verið ekið af vettvangi þrátt fyrir skemmdir á framenda.

Bifreiðin er af gerðinni Toyota Avensis árgerð 2014 hvít að lit.

Þeir sem telja sig hafa upplýsingar um málið eru hvattir til að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi í síma 444 2000, á Facebook, í tölvupósti [email protected] eða í síma 112“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -