Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Lögreglan skoðar mál Anítu: „Við erum búin að fá ábendingar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við erum búin að fá ábendingar út af þessu, ég get staðfest það,“ sagði Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Mannlíf í morgun.

Málið sem um ræðir varðar starfsmann lögreglunnar, Anítu Rut Harðardóttur en hefur hún verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum vegna ummæla á Facebook síðu sinni.
Hefur hún nú fjarlægt innleggin af Facebook vegg sínum.

Gunnar Rúnar kvaðst ekki vilja svara því hvort Aníta væri enn við störf eða hvort hún yrði send í leyfi meðan málið yrði skoðað.

Færslur Anítu hafa farið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum en á Facebook síðu sinni deildi hún fréttum og skrifaði við þær athugasemdir þar sem hún talar niður til kvenna.
„Full á djamminu.is,“ er athugasemd hennar við frétt um Þórhildi Gyðu.
Þá deilir hún frétt skrifar: „Að einhver athyglisjúk frekja fái þetta í gegn með væli og yfirgangi er fyrir neðan allt! Aumingjadýrkunin á þessu landi er komin út fyrir allt sem telst eðlilegt…“ en fjallar fréttin um konu sem var rekin upp úr Sky lagoon fyrir það eitt að vera berbrjósta.
Þá hefur hún notað geðveiki sem niðrandi lýsingu á fólki sem hún virðist ósammála.

Skjáskot úr siðareglum lögreglu hefur verið birt en þar segir:
„Starfsmenn lögreglu skulu gæta þess að aðhafast ekkert það að í starfi sínu eða utan þess, sem er til þess fallið að draga óhlutdrægni þeirra í efa við framkvæmd starfa sinna. Starfsmenn lögreglu skulu gæta orða sinna í hvívetna til dæmis við skoðanaskipti á veraldarvefnum, s.s. uppfærslur á samfélagsmiðlum og athugasemdir undir fréttir á fréttamiðlum. Starfsmenn lögreglu skulu gæta þess að halda trúnað um mál er þeir fá vitneskju um í starfi sínu og er óheimilt að ræða um utan lögreglu s.s. á samfélagsmiðlum eða með öðrum opinberum hætti“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -