Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Lögreglan taldi að íslensk stúlkubörn á aldrinum 12-16 ára væru komin út í vændi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ástandið er notað yfir tímabil á Íslandi.
Í seinni heimsstyrjöldinni, 1940–1945, komu hermenn frá Bandaríkjunum og Bretlandi til Íslands. Íslenskir karlmenn voru ekki par sáttir við komu þeirra og töldu þá hafa áhrif á íslenskt kvenfólk.
Hermenn á Íslandi urðu á einu tímabili svo margir að þeir voru nærri því jafn margir og íslenskir karlmenn.

Þá segir sagan að hermennirnir hafi reynt við íslenskar konur og hrifist mjög af þeim og ekki hafi íslenskum konum þótt hermennirnir síður heillandi.
Útkoman er sú að áætlað er að þúsundir íslenskra kvenna hafi gifst hermönnum.

Samskipti íslenskra kvenna og hermanna féllu aldeilis ekki vel í kramið hjá íslensku karlmönnunum. Voru þær konur sem giftust hermönnum sakaðar um föðurlandssvik og vændi.

Árið 1940 komu þrjú bresk herskip til landsins. Fjöldi Reykvíkinga fór niður að höfn til þess að sjá nýju gestina sem sögðust vera mættir til þess að verja landið.
Daginn eftir komu þeirra birtist grein í Alþýðublaðinu þar sem lögreglan lýsti yfir óánægju sinni með hversu nærgöngular sumar íslensku kvennanna hafi verið við hermennina.
Þá leist þeim ekki heldur á hegðun hermannanna sem gáfu sig helst til mikið á tal við íslenskar konur. Falaðist lögregla eftir auknu valdi til að geta spornað við þeirri þróun sem var í uppsiglingu að hennar mati.

Hermennirnir voru duglegir að halda dansleiki. Þá tóku menntaskólapiltar upp á því að skrá nöfn stúlkna sem mættu á ballið og birtist svo listinn daginn eftir. Einnig hittu hermennirnir íslensku stúlkurnar á skemmtistöðum og hótelum. Íslensku piltarnir urðu svo afbrýðisamir að stundum kom til handalögmála.

Í júlí 1941 kom bandaríski herinn til þess að leysa breska hermenn af hólmi. Var umtalað hversu snyrtilegir bandarísku hermennirnir væru, þá þóttu þeir fjallmyndarlegir og áttu peninga.

- Auglýsing -

Sögusagnir um vændi höfðu aldrei verið jafn tíðar og skrifaði þáverandi landlæknir, Vilmundur Jónsson, bréf til dómsmálaráðuneytisins vegna þessa.
Þar sagði hann að lögreglan teldi að stúlkubörn á aldrinum 12-16 ára væru sum komin út í vændi.
Ríkisstjórnin kom þá með þá hugmynd að hermenn skyldu flytja inn vændiskonur fyrir lið sitt, en af því varð þó ekki.
Málalyktir urðu þær sú að Ástandsnefndin var stofnuð og í henni áttu sæti þrír karlmenn, þar á meðal Sigurbjörn Einarsson biskup.

Eftir mánaða vinnu skilaði nefndin skýrslu. Í skýrslunni var listi yfir 500 konur á aldrinum 12 til 61 árs. Þessar konur voru taldar hafa mjög náin samskipti við hermenn og voru um 150 konur 17 ára eða yngri. Þá væru hið minnsta 129 kvennanna orðnar mæður og börnin um 255.
Í lok skýrslunnar sagðist lögreglustjórinn halda að þessar tölur mætti margfalda með fimm til að niðurstaðan gæti talist marktæk.

Þó nokkur mótmæli urðu vegna skýrslunnar, bæði vegna gagnanna og þess að þrír karlmenn hefðu setið í nefndinni en engin kona.
Bandaríski herinn varð ekki síður ósáttur við skýrsluna og rannsakði ástandið líka. Niðurstöður hans voru hvergi nálægt niðurstöðu íslendinganna.

- Auglýsing -

Margar tilraunir voru gerðar til þess að taka á ástandinu. Lagt var til að stofnaður yrði unglingadómstóll, hæli fyrir unglinga voruð opnuð, en var þeim flestum lokað innan tveggja ára. Landsmenn frá 12 ára aldri þurftu að ganga með skilríki á sér.
Þessar tilraunir báru þó lítinn árangur og þóttu ekki nægilega ígrundaðar.

Kynni hermannanna og íslensku kvennanna leiddu af sér bæði börn og brúðkaup. Hermannabrúðkaup hér á landi voru þó nokkuð mörg, eða 332 talsins. Talið er að töluverður fjöldi íslensku kvennanna hafi flutt með hermönnunum til Bandaríkjanna þegar stríðinu lauk, árið 1945.

Persónunjósnir hafa þó aldrei verið umfangsmeiri en í ástandinu. Þá má ætla að lögreglan hafi njósnað um allt að 1.000 konur árið 1941.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -