Lögreglan varar stjórnmálafólk við og segir að fara varlega – Fáar vísbendingar í skotárásunum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Stjórnmálamenn hafa fengið viðvörun frá lögreglunni og þeim tilmælum komið á framfæri að þau fari varlega á næstunni. Stundin greinir frá þessu.

Skotið hefur verið af byssu á húsnæði flestra flokka á þingi undanfarið og því skýr hætta til staðar.

Í nótt var skotið á glugga á skrifstofum Samfylkingarinnar en nýlega hefur það sama gerst í húsnæði Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar. Píratar hafa lent í þessu ítrekað en þó er lengra síðan það gerðist.

Stundin hefur eftir Jóhanni Karli Þórissyni aðstoðaryfirlögregluþjóni að engar vísbendingar séu í eldri tilvikum. Þó sé ljóst að lítið vopn hafi verið notað, líklega loftrifill.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -