Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Lögreglumaður myrti konu sína í sturlunarástandi: Gekk á móti lögreglunni kviknakinn og blóðugur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Theodóra Kolbrún Ásgeirsdóttir fannst látin á tröppunum fyrir framan heimili sitt á Seyðisfirði, þann 24. mars 1971. Tvö börn hennar komu að henni. Maður hennar, lögreglumaðurinn Valgarður Frímann Jóhannsson, reyndist banamaður hennar en hún hafði verið stungin með hnífi.

Kolbrún eins og hún var kölluð, var aðeins 37 ára er hún féll frá. Þau Valgarður höfðu flutt á Seyðisfjörð frá Akureyri 1967 en þau áttu sjö börn.

Sjálfsmorð algjörlega útilokað

Alþýðublaðið lýsti atvikum á eftirfarandi hátt; „Það var um klukkan tíu í gærmorgun, sem barn kom hlaupandi frá húsinu að Vesturvegi 8 og bað um hjálp. Þegar að var komið lá húsmóðirin þar á tröppunum. Hafði hún verið stungið hnífi nokkrum sinnum og mun að öllum líkindum hafa verið látin er að var komið. Stóð alblóðugur hnífur í dyrastaf fyrir ofan tröppurnar. Var þegar ljós að sjálfsmorð hafi verið algjörlega útilokað. Beindist grunur þegar að eiginmanni konunnar sem þá greinilega orðinn vitskertur.“ Er talað um í blaðinu að Valgarður, sem var bæði tollvörður og lögreglumaður, hafi dagana á undan voðaverkinu, hagað sér undarlega og úr takt við raunveruleikann.

Í Vísi var skrifað að Valgarður hafi gengið á móti lögreglunni kviknakinn með blóðugar hendur og virtist „alls ekki með sjálfum sér og orðræður hans voru út í bláinn“

Dæmdur ósakhæfur

Við yfirheyrslur virtist hann ekki gera sér grein fyrir því að kona hans var dáin og bað fyrir skilaboðum til hennar. Að endingu virtist hann þó átta sig á því sem gerst hafði og játaði að hafa banað Kolbrúnu. Hins vegar þótti játning hans ansi ruglingsleg og virtist Valgarður ekki í tengslum við raunveruleikann. Að lokum var hann dæmdur ósakhæfur og til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Valgarður lést árið 2002, 72 ára að aldri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -