2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Lögreglumenn á vakt ekki séð aðra eins tölu á áfengismæli

Ölvaður ökumaður á Suðurnesjunum sló einhvers konar met í vikunni.

 

Í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum kemur fram að fyrr í vikunni hafi lögreglu verið tilkynnt um rásandi aksturslag bifreiðar. Þegar lögreglumenn náðu tali af ökumanninum kom í ljós að hann hafði slegið einhvers konar met. Ökumaðurinn var látinn blása í áfengismæli og sýndi mælirinn 4,1 prómill.

„Ljóst var strax að ökumaður var alls ekki í standi til að aka bifreið og í raun var hann ekki í standi til að vera á fótum. Honum var kynnt að hann væri handtekinn grunaður um ölvun við akstur og var hann beðinn um að blása í áfengismæli og má sjá útkomuna á meðfylgjandi ljósmynd,“ segir meðal annars í stöðuuppfærslu á Facebook.

Þar kemur fram að lögreglumenn á vakt, sem nokkrir eiga tugi ára að baki í lögreglu, höfðu aldrei séð aðra eins tölu á áfengismælinum. „Vonandi sjáum við aldrei aftur svona tölu.“

AUGLÝSING


Þá kemur fram að ökumaðurinn á von á langri ökuleyfissviptingu og hárri sekt.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is