Miðvikudagur 27. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Lónsöræfi innblástur nýrrar tískulínu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég reyni að hafa kvenleika, þægindi og áreynsluleysi í fyrirrúmi í bland við skemmtileg mynstur og liti svo ég myndi segja að þetta væru eins konar hversdagsföt í fínni kantinum, kvenfatnaður mestmegnis úr silki og ull,“ segir Borghildur Gunnarsdóttir, sem hannar undir merkinu Milla Snorrason, um línuna sem hún frumsýndi HönnunarMars, þá sjöttu sem hún sendir frá sér.

Línan kallast Illikambur og er að sögn Borghildar talsvert meiri lita­gleði í henni en í fyrri línum sem hún hefur sett á markað. Hugmyndina að henni segir hún hafa kviknað þegar hún fór með vinum sínum í fjögurra daga ­göngu inn í Kollumúla í Lónsöræfum austan við Vatnajökul á síðasta ári. Hún hafi tekið margar ljósmyndir í ferðinni enda sé svæðið eitt það litríkasta og fallegasta á landinu og hafi myndirnar veitt sér innblást­ur að litríku mynstri línunnar. Heitið Illikambur vísi einmitt í brattan kamb á leiðinni.

Afsökun fyrir löngum göngum

Þegar hún er spurð hvort hún geri mikið af því að sækja innblástur í íslenska náttúru svarar Borghildur því hikstalaust játandi. Ef eitthvað er sé það orðið að einskonar reglu.

„Mér finnst það ágætis afsök­un fyrir því að fara í langa göngu á hverju sumri,“ segir hún. „For­­eldrar mínir ólu það svolítið upp í okkur systrunum að kunna að meta umhverfið, þannig að ég virki­lega nýt þess að gleyma mér í að skoða náttúruna.“

Borghildur hannar allar sínar lín­ur í anda svokallaðrar „slow fashion“, sem þýðir að hún fram­leiðir árlega eina línu og er nýja línan því ekki árstíðarbundin. Líkt og fyrri línur verður hún framleidd í Evrópu en ástæðan er sú að Borghildur kveðst vilja vita hvaðan fötin koma, hverjir framleiði þau og við hvaða aðstæður. Stefnt sé að því að fyrstu flíkur línunnar verði fáanlegar í Kiosk strax í vor.

Skart í takt við línuna

Þá leitaði Borghildur eftir samstarfi við vöruhönnuðinn Hönnu Dís Whitehead, sem vann skart í takt við línuna

- Auglýsing -

„Ég leitaði eftir samstarfi við Hönnu Dís því mér finnst verkin hennar svo flott. Fyrir utan að hún býr fyrir austan ekki svo langt frá Lónsöræfum þannig að hún þekk­­­ir svæðið vel og fannst áhuga­­­­vert að vinna skartgripi út frá mynd­­­unum mínum,“ lýsir Borg­­hildur og ­segist hlakka til að sýna útkomuna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -