Sunnudagur 4. desember, 2022
-2.2 C
Reykjavik

Lovísa opnaði sig um ofbeldið: „Hann passaði sig með andlitið – Sakna hans og er enn meðvirk“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lovísa Ösp Helgadóttir er nýjasti gestur Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur

Í þættinum opnar Lovísa sig upp á gátt um ofbeldi sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu fyrrverandi kærasta; lýsir þeirri flóknu tilfinningu að vera ástfanginn af manni sem beitir ofbeldi; segir það mikilvægt að sýna þolendum mildi.

Lovísa og kærastinn ofbeldisfulli voru saman í ár. Segir hún ofbeldið hafi byrjað eftir mánaðarsamband og hafi síðabn stigmagnast:

„Hann sagði aldrei fyrirgefðu, hann bara hlúði að mér þegar þetta var búið,“ segir Lovísa og bætir við:

„Hann passaði sig með andlitið. Við pössuðum svo vel saman; þegar hann er í góðu standi þá er hann fullkominn. Ég hugsa enn til hans og ég sakna hans, ég er ennþá ógeðslega meðvirk,“ segir hún.

Lovísa bætir við að fólk hafi sýnt henni afar lítinn skilning; varpað ábyrgðinni á hana:

- Auglýsing -

„Þú myndir aldrei, ef þú myndir fara á fyrsta stefnumót með strák og hann myndi slá þig á fyrsta deiti, þá myndir þú væntanlega aldrei hitta hann aftur. En hann var búinn að byggja upp traust og ég hélt náttúrulega að þetta væri bara lífið,“ segir Lovísa sem lagði fram kæru vegna ofbeldisins:

„Það var eiginlega hann sem slúttaði þessu; ég kunni ekki neitt annað en að elska þann sem ég er í sambandi með, sama hvað.“

Á þessu tímabili var Lovísa í mikilli óreglu sem og kærastinn; Lovísa segir að mesta ofbeldið hafi átt sér stað „þegar hann var á niðurtúr.“

- Auglýsing -

Eftir að Lovísa fór í meðferð sá hún betur en áður – var skýr í kollinum sambandið og áttaði sig þá á hversu alvarlegt ofbeldið var.

Eins og áður sagði lagði Lovísa fram kæru hjá lögreglu í von um að hindra að hann myndi skilja eftir sig fleiri þolendur; kæran var lögð fram í byrjun árs 2022, en hún hefur ekkert heyrt frá lögreglunni: Þrátt fyrir að hafa lagt fram mikið af gögnum; myndir af áverkum sem og skilaboð frá honum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -