Fimmtudagur 11. ágúst, 2022
10.8 C
Reykjavik

Svara enn ekki efnislega fyrir ráðningu Sigríðar: Er munur á handarsérfræðingi og handarskurðlækni?

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Enn eru engin svör komin frá starfsfólki LSH sem mögulega kom að ráðningu Sigríðar Karlsdóttur lýtalæknis sem handarsérfræðings – en eins og komið hefur fram í tveimur greinum sem Mannlíf hefur skrifað og birt um þetta mál má sérfræðingur í þeirri grein sem viðkomandi læknir hefur numið í sérfræðinámi sínu og útskrifast í, ekki kalla sig eða kynna sig fyrir sjúklingum að viðkomandi sé sérfræðingur í fagi sem hann er ekki.

Þetta er skýrt í lögum og reglum innan heilbrigðiskerfisins, og hægt að kynna sér á netinu lögin og reglurnar varðandi sérfræðilækna og ráðningar innan hins íslenska heilbrigðiskerfis.

Einu svörin sem Mannlífi hafa borist um ráðningu lýtalæknis í starf handarsérfræðings/handarskurðlæknis – hafa komið frá fyrrum blaðamanninum og núverandi aðstoðarmanni landlæknis, Kjartani Hreini Njálssyni (sem engan tölvupóst né spurningar fékk frá blaðamanni Mannlífs), Ölmu Möller landlækni sem firraði sig ábyrgð á málinu, og nú síðast fyrrum blaðamanninum Andra Ólafssyni, sem sinnir nú fjölmiðlasamskiptum hjá samskiptadeild Landspítalans, og hefur engan tölvupóst með spurningum um málið fengið frá Mannlífi.

Hvers vegna svara ekki til þess bærir aðilar spurningum Mannlífs? Ef ráðningin er 100% lögleg, ætti þá ekki að vera lítið mál fyrir þá aðila sem fengu ítarlegar spurningar frá Mannlífi um ráðningu Sigríðar, að svara fyrir sig og kynna gögn sín er sanna að ráðningin var 100%.

- Auglýsing -

Hér fyrir neðan má sjá svar Andra Ólafssonar við spurningum sem ekki voru sendar til hans af blaðamanni Mannlífs:

„Í tveimur fréttum sem birtust nýverið á mannlif.is er að finna staðreyndavillur sem nauðsynlegt er að bregðast við og leiðrétta. Í fréttunum er því ranglega haldið fram að læknir á Landspítala sigli undir fölsku flaggi og ýjað er að því að ráðning viðkomandi læknis í handarteymi bæklunardeildar spítalans sé á einhvern hátt óeðlileg. Sigríður Karlsdóttir sérfræðingur í lýtalækningum var ráðin inn í handarteymi bæklunardeildar Landspítala eftir lögformlegt ráðningarferli og metin hæf af matsnefnd spítalans. Á heimsvísu eru bæklunarlæknar, lýtalæknar og almennir skurðlæknar sem sinna aðgerðum á höndum, en handarskurðlækningar eru eigin sérgrein í einungis örfáum löndum. Það er styrkur handareiningar Landspítala að við hana starfar hópur með breiða þekkingu og ólíkan bakgrunn. Í samskiptum við sjúklinga er Sigríður titluð af Landspítalanum sem handarsérfræðingur, ekki handarskurðlæknir, í samræmi við menntun hennar, reynslu og verkefni á spítalanum.

Hver er munurinn á handarsérfræðingi og handarskurðlækni?

- Auglýsing -

Andri Ólafsson segir í svari sínu: Sigríður Karlsdóttir sérfræðingur í lýtalækningum var ráðin inn í handarteymi bæklunardeildar Landspítala eftir lögformlegt ráðningarferli og metin hæf af matsnefnd spítalans.

Hér með óskar Mannlíf með tilvísun í upplýsingalög nr. 140/2012 eftir þeim gögnum sem sýna fram á að ráðning Sigríðar hafi farið í gegnum lögformlegt ráðningarferli, og einnig gögnum, nöfnum og menntun þeirra er skipuðu matsnefnd spítalans þegar umsókn Sigríðar lýtalæknis sem handarsérfræðings/handarskurðlæknis, var tekin fyrir og hún síðan í kjölfarið ráðin sem handarsérfræðingur.

Einnig fer Mannlíf fram á, með tilvísun í upplýsingalög nr. 140/2012, að þeir sem fengu spurningar sendar frá blaðamanni Mannlífs svari fyrir spurningunum.

Mannlíf stendur við fréttir sínar af þessu máli, og mun halda áfram að fjalla um það þangað til svör og gögn um málið munu berast til Mannlífs, eins og þessum aðilum er skylt að gera með tilvísun í upplýsingalög nr. 140/2012.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -