• Orðrómur

Lúsmýið heldur áfram að dreifa sér um landið og hrella landann

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Lúsmýið, lítt skemmtilega, heldur áfram dreifa sér um landið líkt og skordýrafræðingar höfðu spáð fyrir um. Fyrst varð vart við lúsmý, sem sýgur blóð úr mönnum og öðrum spendýrum, hér á landi árið 2015. Var aðal útbreiðslusvæði hennar þá Suðvesturland. Þá hefur lúsmý fundist í Eyjafirði og nú síðast hefur orðið vart við það í Stykkishólmi, Húnavatnssýslu og Fnjóskadal.

Lús­mý er um tveir milli­metr­ar á lengd en bit­mý, mý­varg­ur, er miklu stærra eða 8-10 milli­metra langt. Það finnst víða um land og auðvelt er að koma auga á. Á meðan öllu minna fer fyrir lúsmýinu.

Sagði Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði við HÍ, í samtali við mbl.is, að lúsmýið sé orðið frekar algengt í sveitum Suðurlands og í Fljótshlíð. Þá sé það einnig afar al­gengt á Vest­ur­landi, meðal annars í Kjós­inni, Hval­fjarðarsveit, í Borg­ar­f­irði og víðar.

- Auglýsing -

„Sjálf­ur var ég bit­inn fyr­ir ári í Miðfirði í Húna­vatns­sýslu og ég veit að fólk hef­ur verið bitið í Eyjaf­irði og í Vagla­skógi í Fnjóska­dal. Svo var ég að frétta af fólki sem var illa bitið í Helga­fells­sveit,“ sagði Gísli.

Svæði sem enn virðast vera laus við óværuna er utarlegt Snæfellsnes, Vestfirðir, Þingeyjarsýsla, að undanskildum Fnjóskadal, Austfirðir og Suðausturland.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -