Fimmtudagur 18. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Lúsmýið heldur áfram að dreifa sér um landið og hrella landann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lúsmýið, lítt skemmtilega, heldur áfram dreifa sér um landið líkt og skordýrafræðingar höfðu spáð fyrir um. Fyrst varð vart við lúsmý, sem sýgur blóð úr mönnum og öðrum spendýrum, hér á landi árið 2015. Var aðal útbreiðslusvæði hennar þá Suðvesturland. Þá hefur lúsmý fundist í Eyjafirði og nú síðast hefur orðið vart við það í Stykkishólmi, Húnavatnssýslu og Fnjóskadal.

Lús­mý er um tveir milli­metr­ar á lengd en bit­mý, mý­varg­ur, er miklu stærra eða 8-10 milli­metra langt. Það finnst víða um land og auðvelt er að koma auga á. Á meðan öllu minna fer fyrir lúsmýinu.

Sagði Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði við HÍ, í samtali við mbl.is, að lúsmýið sé orðið frekar algengt í sveitum Suðurlands og í Fljótshlíð. Þá sé það einnig afar al­gengt á Vest­ur­landi, meðal annars í Kjós­inni, Hval­fjarðarsveit, í Borg­ar­f­irði og víðar.

„Sjálf­ur var ég bit­inn fyr­ir ári í Miðfirði í Húna­vatns­sýslu og ég veit að fólk hef­ur verið bitið í Eyjaf­irði og í Vagla­skógi í Fnjóska­dal. Svo var ég að frétta af fólki sem var illa bitið í Helga­fells­sveit,“ sagði Gísli.

Svæði sem enn virðast vera laus við óværuna er utarlegt Snæfellsnes, Vestfirðir, Þingeyjarsýsla, að undanskildum Fnjóskadal, Austfirðir og Suðausturland.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -