• Orðrómur

Lyfjaprinsinn Róbert Wessman nýtur lífsins í milljarða fasteignum – MYNDIR OG MYNDBAND

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, á fokdýrar fasteignir bæði í útlöndum og hérlendis. Meðal þeirra eru þriggja milljarða króna íbúðir í New York og Lundúnum ásamt 5 þúsund fermetra kastala í Frakklandi.

Á 66. hæð þessa háhýsis á Róbert íbúð

Á 66. hæð við Park Avenue í New York borg á Róbert íbúð. Háhýsið hefur þó verið talið mislukkað, þar sem bæði hefur orðið vart við leka í húsinu, lyftur hússins hafa ítrekað verið bilaðar ásamt því hafa íbúar kvartað yfir hvimleiðum nið sem virðist vera viðvarandi í byggingunni. Hafa fjölmiðlar ytra kallað bygginguna „grafhýsi auðsins“ og „fangelsi fyrir milljarðamæringa.“

- Auglýsing -

Jennifer Lopez átti um skamman tíma íbúð þar, en hún hefur selt hana. Þakíbúð byggingarinnar seldist á tíu milljarða. Yfir 40 starfsmenn sjá um að Róbert og nágrönnum hans í háhýsinu vanhagi ekki um neitt, sem hrekkur þó kannski stutt þegar litið er til galla byggingarinnar.

Það vantar ekkert upp á útsýnið!

Huggulegt baðherbergið í turníbúð Róberts.

- Auglýsing -

Lundúna íbúð Róberts er staðsett í Kensingtone-hverfinu og er hún aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Kensingtone höll.

Róbert Wessman og unnusta hans Ksenia Shakhmanova.

Það er ekki einungis konungsfjölskyldan sem býr í nágrenni við Róbert. Beckham hjónin eru einnig búsett í hverfinu, Simon Cowell, Elton John og fleiri heimsfrægir.

- Auglýsing -

Í íbúð Róberts eru tvær stórar stofur, sex svefnherbergi, sex baðherbergi ásamt inni og útisundlaug. Það ætti því að vera nóg pláss fyrir alla þegar Róbert og fjölskylda dvelur í Lundúnum.

 

 

Íbúð Róberts í Kensington-hverfi Lundúna

Garðurinn glæsilegur

Íburðamikil stofa

Nóg pláss fyrir alla fyrir framan sjónvarpið

Óhætt að segja að eldhúsið sé afar rúmgott og flott

Ekki slæmt að geta alltaf fengið sér sundsprett

Það ætti ekki að fara verr um þau er fjölskyldan ferðast til Frakklands. En eins og áður sagði á Róbert 5.000 fermetra kastala í Bergerace í Frakklandi. Í honum má meðal annars finna 25 herbergi, líkamsræktarsal og innisundlaug. Lóðin er sömuleiðis hin glæsilegasta. Á henni er tennisvöllur, mini golf völlur og þar rekur Róbert ásamt unnustu sinni, Ksenia Vladimirovna Shakhmanova, vínrækt. Þar framleiða þau kampavínið Wessman n. 1 ásamt hvítu og rauðu léttvíni. Þrír starfsmenn vinna við að sjá um kastalann allt árið um kring.

Kastali Róberts er hinn allra glæsilegasti í alla staði.

Eitt sögufrægasta hús Reykjavíkur, gamla Borgarbókasafnið sem stendur við Þingholtsstræti 29a er einnig í eigu Róberts, það er félags í hans eigu. Húsið var byggt 1916 og er tæplega 710 fermetrar að stærð og metið á rúmar 113 milljónir króna.

Gamla Borgarbókasafnið við Þingholtsstræti 29a

Þegar Róbert er staddur á Íslandi býr hann á Arnarnesi í Garðabæ. Húsið er 426 fermetrar og var það metið á tæpar 150 milljónir króna árið 2019.

Heimili Róberts í Garðabæ

Hér að neðan má sjá stutt myndband af þeim skötuhjúum og vínframleiðslu þeirra í Frakklandi.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Þórdís Kolbrún gjörsigraði:- Haraldur sagðist hætta

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sigraði í próf­kjöri flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi....

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -