Miðvikudagur 8. desember, 2021
0.8 C
Reykjavik

Maður á gangi á Selfossi með boga og örvar handtekinn: Ekki enn vitað hvað hann ætlaði sér

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lögreglu á Suðurlandi barst í morgun tilkynning um mann sem var vopnaður boga og örvum á labbi við Tryggvatorg á Selfossi. Eðlilega var lögregla látin vita um leið og sást til mannsins; lögreglumenn fóru strax á vettvang og fundu manninn fljótt.  Fylgst var með ferðum hans nokkra stund án hans vitneskju en hann síðan handtekinn á Árvegi til móts við Hörðuvelli án mótþróa.

Maðurinn lagði niður vopn sín og verjur um leið og skorað var á hann að gera slíkt; var færður í fangahús á Selfossi og bíður þess nú að verða yfirheyrður um ferðir hans og fyrirætlanir í nótt; yfirheyrsla fer fram strax og ástand mannsins verður betra og skýrara.

Nokkur viðbúnaður var viðhafður vegna atviksins, sérsveit ríkislögreglustjóra sett í viðbragðsstöðu og sjúkraflutningamenn á Selfossi einnig eins og verklagsreglur gera ráð fyrir þegar fengist er við vopnaða menn.

Málið er til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -