Þriðjudagur 4. október, 2022
6.8 C
Reykjavik

Maður gekk berserksgang í miðbænum – Ökuníðingur slapp hlaupandi frá lögreglu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lögregla handtók í gærkvöldi karlmann sem hafði gengið berserksgang í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var í annarlegu ástandi og hafði lögregla ítrekað haft afskipti af manninum fyrr um kvöldið. Er hann grunaður um að eignaspjöll og rúðubrot og voru engin önnur úrræði eftir en að vista hann í fangaklefa. Brotist var inn í íbúð í hverfi 108 um hálf sex leytið í gær. Húsráðandi var vistaður á sjúkrahúsi og því ekki heima. Verðmætum var stolið og er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu.

Um svipað leyti barst lögreglu tilkynning um eld í íbúðargangi í miðbænum. Slökkviliðið mætti á vettvang og er bruninn talinn vera vegna rafmagns. Sem betur fer urðu skemmdir aðeins minni háttar. Kona í mjög annarlegu ástandi var handtekin í miðbænum seint í nótt. Kemur fram í dagbók lögreglu að hún hafði neitað að fara að fyrirmælum lögreglu en auk þess er hún grunuð um þjófnað og vörslu fíkniefna. Gisti hún á Hverfisgötunni fyrir rannsókn málsins. Mikill eltingaleikur hófst í Hafnarfirði í gær þegar ökumaður bifreiðar sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. Ökumaðurinn tók að auka hraðann og er talinn hafa ekið á um 200 km/klst um tíma. Loks stöðvaði ökumaður bílinn, hljóp á brott út í myrkið og slapp þannig frá lögreglu. Bifreiðin var handlögð fyrir rannsókn málsins. Þá stöðvaði lögregla nokkra ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -