Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Maður gekk viljandi fyrir bíl á Reykjanesbraut

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Greint er frá því í dagbók lögreglu að maður sem fór með fjölskyldu sinni á veitingastað í Breiðholti að versla mat í gærkvöld varð fyrir árás ókunnugs manns; réðst maðurinn á hann af tilefnislausu.

Tekið er fram að árásarmaðurinn hafi verið í annarlegu ástandi – líklega haft áfengi og önnur eiturlyf við hönd – og var hann handtekinn á staðnum.

Enn sem komið er liggja ekki fyrir upplýsingar um áverka mannsins vegna árásarinnar.

Í dagbókinni góðu er einnig sagt frá því að maður gekk viljandi fyrir bíl á Reykjanesbraut um klukkan 18 í gær; hlaut áverka á ökkla og skurði á olnboga, en bíllinn skemmdist á vélarhlíf.

Svo á  fimmta tímanum í nótt var kona ein handtekin í miðbænum fyrir að ráðast að dyravörðum veitingastaðar sem og að sparka í lögreglubíl; konan var látin laus að loknu samtali við lögreglu.

Umferðaróhapp varð á Elliðavatnsvegi – á þriðja tímanum í nótt – en þá missti ökumaður stjórn á bíl sínum og ók út af veginum. Hafnaði bíllinn töluvert utan vegar og var mikið skemmdur eftir óhappið. Hafði hann ekið yfir stórt grjót og endaði í runna; ökumaður og einn farþegi voru í bílnum, en ekki eru skráðír neinir áverkar í skýrslu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -