Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Maður í annarlegu ástandi lét öllum illum látum á sóttkvíarhóteli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð á vettvang snemma í gærkvöldi vegna gests á sóttkvíarhóteli. Maðurinn var í annarlegu ástandi og var til talsverðra vandræða. Viðkomandi hafði meðal annars haft í hótunum við annan gest og er grunaður um eignaspjöll.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar. Um kvöldmatarleytið var tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 110, þar sem tjónvaldur ók greitt af vettvangi og yfir gatnamót gegn rauðu ljósi. Viðkomandi var handtekinn við heimili sitt og er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaðurinn hefur ítrekað verið staðinn að akstri án ökuréttinda.

Lögregla hafði afskipti af fjölda ökumanna í gær sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þá var einn sautján ára ökumaður stöðvaður eftir að hafa mælst á 124 km/klst á Suðurlandsvegi, þar sem hámarkshraði er 80 km/klst.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -