Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.8 C
Reykjavik

Maður kallaði Arnar elsku en tók það svo til baka: „Mér finnst það niðurlægjandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Gamall karl kallaði mig eitt sinn elsku en tók það svo til baka því ég væri karlmaður og hann ekki hommi.

Vissi ekki hvort mér fannst skrítnara:
1. Að vera kallaður elska af ókunnugum kúnna.
2. Að fá ekki að vera elska út af kyninu mínu
eða 3. Það að þetta hafði eitthvað með kynhneigð hans að gera hvort ég væri elska eða ekki. Sérstaklega þar sem hann var giftur.“

Þetta skrifar Arnar nokkur inn á Facebook síðuna Sögur af dónalegum viðskiptavinum og uppsker misjöfn viðbrögð.

Ekki eru allir sammála um hvort það sé viðeigandi að ókunnugir viðskiptavinir segi við starfsfólk elskan, ljúfan, kútur eða fleiri álíka orð.

„Þetta er efni í masters ritgerð í sálfræði,“ skrifar einn.

Helena nokkur skrifar: „Finnst vinalegt að vera kölluð vina, elskan, ljúfan….það er alls ekkert á bak við það annað en huggulegheit.“

Elín er hins vegar ekki á sama máli: „Mér finnst það niðurlægjandi, svona erum við mismunandi og það má.“

- Auglýsing -

„Mér finnst fáránlegt og frekar ógeðslegt þegar ókunnugur maður kallar starfsfólk i verslun/veitingahús/hvar sem er elskan eða álíka. Hef unnið mörg ár við þjónustustörf og finnst fátt verra en karlmenn sem kalla mig elskan/ljúfan. Það er MITT val hvers elska ég er, ekki random kall. Fullt af svona „smáatriði“ sem gera stórt vandamál í samfélaginu,“ skrifar ein.

Hafdís nokkur skrifar: „Persónulega ekki hrifin af þessum gælunöfnum heldur, samt ekki annað hægt þegar gamalt fólk segir þetta að finnast það krúttlegt. En bara gamalt fólk hefur leyfi fyrir mér allavega. Einhver sem finnst líka eins og allt gamalt fólk sé eins og amma manns og afi?“

Ein segir: „Það, að hann tók það til baka þegar hann áttaði sig á því að þú ert karlmaður, sýnir svart á hvítu að þetta elskuhjal er byggt á einhverju öðru en bara huggulegheitum.“

- Auglýsing -

„Ég bara skil ekki hvernig fólki finnst þetta að vera að tala niður til annarra. Ég veit að afi minn segir vinan/vinur og hann er svo langt frá því að vera dónalegur. Hann vann í og rak sjoppu í mörg ár og er bara vinalegur við alla. Mér finnst alveg glatað að manneskja skuli halda að hann sé eitthvað creep ef hann vogi sér að segja vinan/vinur við hana/hann,“ skrifar Ingibjörg nokkur.

Tinna segir: „Ég vinn í þjónustustarfi og er kölluð elskan, vinan og fleiri nöfn daglega. Þetta eru yfirleitt fullorðnir menn og mer finnst þetta bara dúlló.“

Daníel nokkur svarar henni: „Sammála. Fæ þetta mikið frá oftast fullorðnum konum og jú stundum öllum aldurshópum, stundum karlmönnum líka. Þetta er ekkert nema krúttlegt finnst mér. Skil samt að það þetta getur verið önnur upplifun fyrir sumar konur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -