Föstudagur 13. september, 2024
11.8 C
Reykjavik

„Maður kom út á núlli. Maður gat ekkert lagt fyrir, til dæmis til að geta keypt sér íbúð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margir afreksíþróttamenn, sérstaklega í einstaklingsíþróttum, standa höllum fæti fjárhagslega þegar ferlinum lýkur og hafa ekki áunnið sér þau launatengdu réttindi og þá stöðu á vinnumarkaði sem jafnaldrar þeirra hafa gert. Þeir hafa fært miklar fórnir til að ná árangri og keppa fyrir Íslands hönd, en bíta úr nálinni að ferli loknum.

 

Umræða um réttindi og aðbúnað íþróttamanna hefur verið hávær í samfélaginu að undanförnu. Hópur íþróttamanna afhenti í desember Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra áskorun um að vinna í launa- og réttindamálum íslensks afreksíþróttafólks.

„Stór hluti af því að ég hætti svona snemma var að maður fékk ekki nægilegan stuðning,“ segir Hrafnhildur Lúthersdóttir, afrekskona í sundi og tvöfaldur Ólympíufari. Hún hætti að keppa í sundi eftir Ólympíuleikana í Ríó 2016, þar sem hún hafnaði í sjötta sæti í 100 metra bringusundi. Óhætt er að segja að sú ákvörðun hafi komið á óvart, þar sem hún var í fremstu röð, aðeins 27 ára gömul.

Mannlíf ræðir í dag við þrjá íslenska afreksíþróttamenn í einstaklingsgreinum, sem hafa þurft að fóta sig í samfélaginu í nýju hlutverki eftir farsælan íþróttaferil. Þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa rekið sig á hindranir sem eru beinar afleiðingar íþróttaferils þeirra, sérstaklega hvað varðar réttindi sem launafólki þykja sjálfsögð. Þar má nefna rétt til fæðingarorlofs, lífeyrisréttindi og réttindi sem fylgja stéttafélagsaðild. Þessir íþróttamenn eru, auk Hrafnhildar, þau Þormóður Árni Jónsson júdókappi og Ragna Ingólfsdóttir badmintonkona. Þau lýsa öll þeirri upplifun að vera áratug á eftir jafnöldrum sínum, hvað áunnin réttindi og starfsframa varðar, nú þegar ferillinn er á enda.

Gat ekkert safnað

Hrafnhildur segir við Mannlíf að hún hafi verið svo heppin að eiga foreldra sem studdu dyggilega við bakið á henni. Hún fékk einnig styrki frá Afrekssjóði ÍSÍ en þeir hafi naumlega hrokkið fyrir þátttökukostnaði. „Maður kom út á núlli. Maður gat ekkert lagt fyrir, til dæmis til að geta keypt sér íbúð. Allir styrkir og önnur innkoma fóru beint í kostnað við þátttöku.“ Hún segir að fyrirkomulagið við styrkveitingar til íþróttamanna þurfi að breytast. Styrkirnir séu ekki greiddir beint til íþróttamanna heldur þess sérsambands sem þeir tilheyri.

- Auglýsing -

Hrafnhildur segist iðulega hafa þurft að leggja út fyrir kostnaði vegna þátttöku á mótum. Hún hafi getað fengið kostnaðinn endurgreiddan þegar hún lagði fram nótur eða sýndi fram á útgjöld. „Af hverju fékk ég hann ekki bara upp í hendurnar?“ spyr hún og bætir við að styrkirnir hafi ekki verið fyrir uppihaldi eða æfingatímabilum. „Ég þurfi að halda sjálfri mér uppi þegar ég var við æfingar.“ Hún fékk líka vörur frá Speedo, Nike og Now, sér að kostnaðarlausu. Það létti mikið undir.

 

 

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -