Mánudagur 16. september, 2024
8.1 C
Reykjavik

Maðurinn sem grófst undir snjóflóði í Esju látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurður Darri Björnsson, 23 ára, lést í snjóflóði sem féll við Móskarðshnjúka um hádegisbil í gær. Hann var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar, en var úrskurðaður látinn eftir að þangað var komið.

Sigurður Darri var ásamt tveimur mönnum á svæðinu þegar snjóflóðið fékk laust eftir hádegi. Hann grófst undir flóðinu og fannst á þriðja tímanum í gær eftir leitaraðgerðir og var fluttur á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Mennirnir tveir sem voru með honum voru fluttir með minniháttar áverka með sjúkrabíl á Landspítalann.

Slökkvilið, lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út og voru fyrstu viðbragðsaðilar komnir á vettvang um eitt leytið, en alls komu tæplega hundrað manns að björgunaraðgerðunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -