Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Íbúum á Reykjanesi var brugðið við stóra skjálftann: „Klósettið lék á reiðiskjálfi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Ég var á klósettinu og bara krossbrá: Klósettið lék á reiðiskjálfi! Það bara hristist allt og hentist til. Ekki skemmtileg byrjun á nýjum degi svona rétt fyrir jól, og vonandi verður ekki langvinn skjálftahrina í kjölfarið,“ segir kona í Njarðvík sem varð illa vör við jarðskjálftann þar sem hún sat á salerni sínu.
Vegna viðkvæmra aðstæðna bað hún um nafnleynd.
Skæð skjálftahrina er í gangi vegna jarðhræringa undir Fagradalsfjalli.

Skjálftinn skók íbúa Grindavíkur og aðra á Suðurnesjum, snemma í morgun, og gerir enn. Klukkan 09:13 var einn skjálfti af stærðinni 4,9, um 2,5 km norðaustur af Fagradalsfjalli, klukkan 8:56 annar af stærðinni 3,4.

Bjarki Kaldalóns Friis hjá Veðurstofu Íslands segist ekki óttast gos.

„Það er enginn gosórói eins og er, þetta er bara skjálftavirkni ennþá. Við erum ekki alveg búin að hafa tíma til að renna yfir þessa met skjálfta en það voru skjálftar yfir fimm fyrir gos þarna.“

Íbúð skalf og innbú lék á reiðiskjálfi hjá einum íbúa Grindavíkur, Elísu Rún, sem Mannlíf náði tali af rétt í þessu:

„Þetta minnir óhugnanalega á skjálftahrinuna miklu í byrjun þessa árs – þá flúði ég til að mynda bæinn eins oft og ég gat, enda var maður hættur að sofa og hreinlega skíthræddur um líf og eignir. Maður spyr sig bara, hvað er í gangi nú? Fáum við skjálfandi jól, ég ætla rétt að vona ekki“, sagði Elísa Rún.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -