Fimmtudagur 6. október, 2022
6.8 C
Reykjavik

Magnús er látinn

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Magnús Björnsson veitingamaður lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 23. desember síðastliðinn, 94 ára að aldri. Magnús fæddist á Hnúki í Klofningshreppi, Dalasýslu, 23. júní 1926. Foreldrar hans voru Björn Guðbrandsson verkstjóri og Unnur Sturlaugsdóttir húsmóðir. Greint er frá andláti þessa mikla frumkvöðuls í helgarblaði Morgunblaðsins.

Magnús, oftast kallaður Maddi, var frumkvöðull í veitingarekstri. Árið  1957 stofnaði hann matstofuna. Þá byggði hann fyrst kaffiteríu landsins, Víkina ásamt Sturlaugi bróður sínum. Í Víkinni voru haldnir dansleikir fyrir unglina og var staðurinn vísir að fyrsta diskóteki landsins.

Það var svo árið 1966 sem Magnús stofnaði veitingastaðinn Ask ásamt Valgerði konu sinni. Bættu þau síðar öðru útibúi við. Askur naut mikilla vinsælda og þá fyrst og fremst fyrir nýstárlega rétti. Þá var Askur staðurinn til að bjóða uppá grillaða kjúklinga. Einnig var hægt að panta glóðarsteikt kryddlegið lambakjöt, hamborgara og kjúkling. Meðlæti með kjúklingnum voru franskar, hrásalat og kokteilsósa sem Magnús hefur sagt að hafi fyrst orðið til á upphafsárum veitingastaðarins. Ekki eru þó allir sammála um að Magnús hafi borið ábyrgð á kokteilsósunni. Í umfjöllun Morgunblaðsins árið 2010 sagði orðrétt:

„Hann rifjar líka upp að á þessum tíma hafi hrásalat verið algjört nýmæli á markaði hérlendis og oft erfitt að fá hráefnið frá Sölufélagi garðyrkjumanna. Grænmetið hafi verið mjög árstíðabundið og innflutningurá því enginn. Kartöflur hafi einnig verið lítt fáanlegar á vissum tíma ársins.  „Þá má einnig geta þess aðkokteilsósan varð til í byrjun rekstrar Asksins.“

Magnús ásamt Valgerði og börnum seldu Ask eftir að hafa rekinn veitingastaðinn í heil 13 ár.

Flutti Magnús til Kaliforníu til að læra ljósmyndun. Þá ákvað Magnús einnig að vera til taks fyrir Val, son sinn, en hann opnaði veitingastaðinn Valhalla. Magnús neyddist síðar til að taka staðinn að sér eftir að ástkær sonur hans, lést aðeins 31 árs gamall.  Valgerður, kona Magnúsar, lést árið 2005

- Auglýsing -

Magnús tók sér ýmislegt fyrir hendur árin eftir að fjölskyldan flutti aftur til Íslands, árið 1982. Magnús stofnaði m.a. verðbréfasöluna Arð, flutti inn heilsuvörur, hélt úti vefsíðunni Gleðitíðindin og lagði stund á ljósmyndun.

Í viðtali við Morgunblaðið árið 2010, deildi Magnús með lesendum bestu aðferðinni við að grilla kjúkling en Magnús notaði helst gasgrill.

„Þú færð ekki sömu matseld með því að nota rafmagn,“ sagði Magnús og bætti við að mönnum hætti til að hafa of mikinn hita á rafmagnshellum. Þá sagðist hann aldrei hafa komið öllum þessum hlutum í framkvæmd nema með því að hafa Valgerði konu sína sér við við. Hún hafi gert reksturinn mögulegan. Magnús sagði:

„Gerða var einstakur verkstjóri, hafði mikla verkstjórnarhæfileika og var mikill matreiðslumaður.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -