Miðvikudagur 18. september, 2024
11.1 C
Reykjavik

Magnús Geir og seinheppni þjófurinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í hverri viku útnefnir Mannlíf þá einstaklinga sem hafa blómstrað í vikunni og þá sem hafa ekki átt jafn auðvelt uppdráttar.

Góð vika – Magnús Geir Þórðarson

Íslenskir rithöfundar höfðu sannarlega tilefni til að gleðjast í vikunni því greint var frá því að íslensk bókaútgáfa hafi tekið stökk erlendis. Framkvæmdastjóri Miðstöðvar íslenskra bókmennta sagði að núna væri „mjög góður tími fyrir íslenskar bókmenntir erlendis og kannski betri en nokkru sinni.“ Stjórnendur flugfélagsins Play, áður WAB air, höfðu líka ástæðu til að fagna, en þeir tilkynntu að félagið hæfi sig til flugs í vetur og því má segja að þeir hafi náð forystu af nýjum eiganda vörumerkisins WOW air, Michelle Ballarin, í kapphlaupinu um að fylla skarðið sem WOW skildi eftir. Kóngur vikunnar er svo Magnús Geir Þórðarson sem skaut keppinautum sínum sömuleiðis ref fyrir rass þegar hann var skipaður þjóðleikhússtjóri. Allt sem Magnús snertir virðist verða að gulli og því verður spennandi að sjá hvernig honum vegnar í nýju starfi.

Slæm vika – Seinheppni þjófurinn

Auðunn Blöndal greindi frá því í Brennslunnni að hann hefði orðið „hvítur í framan“ við að uppgötva að Instagram-reikningi hans hafi verið stolið og aðdáendur jólajógúrts MS liðu vítiskvalir eftir að þeir uppgötvuðu að kurlinu sem fylgir jógúrtinni hafði verið breytt. Verstu vikuna átti þó eflaust erlendi verkamaðurinn sem rændi samstarfsmenn sína og reyndi að flýja með góssið úr landi. Rannsóknarlögreglumaður heyrði af því að maðurinn hefði verið rekinn úr starfi og bókað flug úr landi að kvöldi sama dags. Í kjölfarið bað lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lögregluna á Suðurnesjum um að stöðva manninn og bera skóbúnað hans saman við skófar á vettvangi glæpsins. Skór mannsins reyndist passa við það og þýfið fannst í farangri hans. Rétt eins og í gamalli spæjarasögu kom fótsporið því upp um þjófinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -