• Orðrómur

Magnús og Pálmar biðjast afsökunar á hegðun sinni – Myndbandið „Ég trúi“ tekið úr sýningu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Magnús Sigurbjörnsson og Pálmar Ragnarsson stigu báðir fram í gær og viðurkenndu að hafa farið yfir mörkin í samskiptum sínum við konur. Báðir komu þeir fram í myndbandinu „Ég trúi“, stuðningsmyndbandi við þolendur ofbeldis, sem nú hefur verið tekið úr birtingu.

Þjóðþekktir einstaklingar stigu fram í myndbandinu og lýsa yfir stuðningi við þolendur ofbeldis. Í nýútgefnu myndbandi hlaðvarpsins Eigin konur er notast við myllumerkið #metoo, með yfirskriftina  og hefur myndbandið vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum.

Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir eru kjarnakonurnar á bak við Eigin Konur. Þær sömdu handritið að myndbandinu ásamt Davíð Goða Þorvarðarsyni, sem sá einnig um leikstjórn þess.

- Auglýsing -

Á meðal einstaklinga eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaherra, Víðir Reynisson yfirlögregluþjón almannavarnarsviðs, Saga Garðarsdóttir leikkona, og Erna Kristín Stefánsdóttir baráttukona. Þau trúa þolendum og eru flestir sem bregða fyrir í myndbandinu þolendur, vinir eða makar þolenda. 

Magnús baðst í gær afsökunar.

Magnús og Pálmar birtu báðir færslur á Instagram-reikningum sínum í gær þar sem þeir sögðust hafa farið yfir mörkin í samskiptum sínum við konur og báðust á því afsökunar.

- Auglýsing -

„Það er ljóst að ég ásamt öðrum þurfum að horfast í augu við það að hafa farið yfir mörk. Mér þykir það leitt og vil ég biðjast afsökunar,“ segir Magnús.

Fyrirlesarinn Pálmar var á sömu nótum í gær. „Ég sjálfur hef mjög líklega farið yfir mörk kvenfólks í mínu lífi. Á því vil ég taka ábyrgð og biðjast afsökunar. Ég er ekki fullkominn þó ég kjósi að taka þátt í umræðunni. Það er mjög mikilvægt að það komi fram,“ segir Pálmar og bætir við:

„Við getum ekki breytt fortíðinni. En við getum breytt því hvernig við tökum ábyrgð á okkur sjálfum og vinum okkar í framtíðinni.“

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -