Miðvikudagur 28. september, 2022
6.8 C
Reykjavik

Magnús opnar hjarta sitt upp á gátt: „Ég horfi með stolti og gleði á Ellý og veit að lífið er gott“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Magnús Karl Magnússon háskólaprófessor segir að það dugi honum það eitt að horfa á Ellý eiginkonu sína til að bæla burt öll kvíða og söknuði. Hann þarf aðeins að horfa á hana með stolti og gleði til að vita að lífið er gott. Í dag halda þau upp á 36 ára sambandsafmæli í skugga erfiðra veikinda Ellýar.

Magnús ritar hjartnæma færslu á Facebook þar sem hann talar um fallegt samband þeirra hjóna. „Í dag eru 36 ár liðin frá því við Ellý byrjuðum saman. Þann 26. janúar 1985 fór tvítugur háskólanemi á próflokaball í Félagsstofnun Stúdenta. Á þessu sama balli var falleg tvítug háskólastúdína sem hafði verið á sömu lesstofu og sá fyrrnefndi! Sade söng Smooth Operator, háskólastúdentarnir dönsuðu sem enginn væri morgundagurinn. Síðan hafa þau fylgst að,“ rifjar Magnús upp.

Þau hafa nú fylgst að í 36 ár. „Í 36 góð ár hefur verið gott að fylgja minni fallegu og einstöku konu. Það síðasta hefur kannski verið örlítið erfiðara en flest önnur. En þegar á reynir verður manni enn ljósara hversu mikilvægt er að eiga góðan maka, góðan lífsförunaut gegnum þykkt og þunnt. Þegar saman fer erfiður faraldur og erfiður sjúkdómur hjá Ellý þá verð ég að viðurkenna að síðustu mánuði hefur stundum sótt á mig kvíði og söknuður. En þá horfi ég með stolti og gleði á Ellý og veit að lífið er gott,“ segir Magnús og heldur áfram:
„Ég held að margir sem lifa í nánd við heilabilun skynji kvíða og söknuð. Þessar tilfinningar, söknuður og kvíði eru tilfinningar tímans, önnur horfir aftur til fortíðar meðan hin horfir inn í framtíðina. Á sama tíma vilja þær draga athygli þess sem þær ásækja frá nútíðinni. En hamingjan býr alltaf í nútíðinni, í augnablikinu sem er alltaf til staðar. Augnablikinu sem er mitt á milli framtíðar og fortíðar.“
Magnús segir að Ellý hjálpi sér og þeim sem í kringum hana eru að lifa í augnablikinu þar sem finna megi hamingjuna. „Þegar hún vaknar á morgnana og man að hún er á leiðinni í Hlíðabæ, horfir á mig og segir „það er alltof svo gott að fara í Hlíðabæ”. Þegar ég kem heim út vinnunni á miðvikudögum, spyr Ellý hvernig hafi verið í sundi með félögunum í Hlíðabæ; „það var nú bara draumur í dós” svara hún með blik í auga,” segir Magnús og bætir við:
„Þegar við Ellý göngum saman um borgina og njótum þess nágrennis þar sem hjarta hennar hefur alla tíð slegið. Það er gott að vita að þegar söknuðurinn reynir að neyða mann til að horfa tilbaka eða þegar kvíðinn knýr mann til að horfa með söknuði til framtíðar, já þá er gott að vita að Ellý tengir mig við nútíðina þar sem hamingjan býr. Takk mín kæra Ellý, í nútíðinni er hamingjan.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -