Sunnudagur 22. maí, 2022
8.8 C
Reykjavik

Málin skýrast hjá Gylfa Þór á miðvikudaginn – Telja líklegt að hann verði ákærður

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þessi frétt er ein þeirra frétta sem glæpamennirnir sem brutust inn á skrifstofur Mannlífs eyddu út en enn er unnið að því að ná öllum fréttunum til baka. Mannlíf mun birta þær aftur von bráðar.

Næstkomandi miðvikudag mun mál knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar að líkindum skýrast. Mun þá koma í ljós hvort rannsóknin á hendur honum verði felld niður eða hvort honum verði birt ákæra.

Samkvæmt lögfræðingum sem mbl.is talaði við segja ýmislegt benda til þess að Gylfi Þór verði ákærður. Aðal ástæðan fyrir þeirri ályktun lögfræðinganna er sú að á dögunum var trygging knattspyrnustjörnunar einungis framlengd um nokkra daga.

Segja þeir að það væri ekki mikið ástæða fyrir bresku lögregluna að framlengja trygginguna um nokkra daga ef planið er að fella málið niður næsta miðvikudag. Þá séu aukreitis merki á lofti að rannsókn lögreglunnar sé á lokametrunum.

Gylfi var handtekinn á heimili sínu í Bretlandi 16. júlí síðastliðinn, grunaður um að hafa brotið kynferðislega á ólögráða einstaklingi.

Síðan þá hefur Gylfi verið laus gegn tryggingu en hefur ekkert leikið með félagsliði sínu, Everton, né með íslenska karlalandsliðinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -