Málverk Þrándar seldist á hálfa milljón

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Listmálarinn Þrándur Þórarinsson fékk mikil viðbrögð við ögrandi olíumálverki þar sem hann túlkaði Klausturmálið. Verkið seldist fljótt á hálfa milljón.

Klausturfokk, málverk listmálarans Þrándar Þórarinssonar þar sem hann túlkaði Klausturmálið svokallaða vakti athygli seint á síðasta ári. Um stórt olímálverk er að ræða sem sýnir sex þingmenn sem komu saman á barnum Klaustur seint í nóvember með stórkostlegum afleyðingum.

Mannlíf fjallaði um verkið skömmu eftir að Þrándur afhúpaði það. Þá var verkið til sýnis í Gallerí Port á Laugavegi þar sem það hékk svo í þrjár vikur.

Fékk mörg tilboð í verkið

Þrándur hefur nú selt verkið og raunar seldist það um leið og hann birti mynd af verkinu á netinu. „Verkið seldist jafnóðum. Og eins og gefur að skilja varð ég að hafna öllum boðum eftir það, og voru þau ófá,“ segir Þrándur. Það var Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, sem keypti verkið af Þrándi og fékk það á hálfa milljón.

Þess má geta að Klausturfokk fæst nú sem eftirprent í vefversluninni muses.is. Eftirprentið kostar 3.900 krónur og er í stærð 30 x 37 cm.

Sjá einnig: Klausturshópur á ögrandi olíumálverki

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Litlir fuglar á vappi um safnið

Myndlistarmaðurinn Sigurbjörn Helgason hefur komið sér fyrir í vinnustofunni í safnbúð Hönnunarsafns Íslands. Þar mun hann nýta tímann...

Vill taka þátt í að leysa heimsvandamálin 

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, nýr forstjóri Matvælastofnunar, hefur ástríðu fyrir vinnunni sinni, keppir í hjólreiðum, elskar að sinna...