Málverkasýning með verkum Britney Spears opnuð um helgina

Deila

- Auglýsing -

Tónlistarkonan Britney Spears greindi frá því árið 2017 að hún væri komin með mikinn áhuga á myndlist. Hún birti þá myndband á Instagram þar sem hún gaf lesendum sýnishorn af málverkum sem hún var að vinna í.

Britney hefur síðan þá selt nokkur verk og látið ágóðann renna til góðgerðarmála.

Blóm eru áberandi í verkum hennar en hún segir blómin tákna nýtt upphaf. Nýtt upphaf gæti þýtt glænýr starfsferill hjá Britney því á laugardaginn verður sýning með verkum hennar opnuð í Galerie Sympa í Frakklandi.

Þetta er í fyrsta sinn sem verk Britney eru sýnd á listasýnignu.

- Advertisement -

Athugasemdir