Miðvikudagur 27. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Mamma Spessa skildi hann kornungan eftir á Ísafirði: Höfnunin fylgdi honum fram á fullorðinsár

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ljósmyndarinn Spessi, Sigurþór Hallbjörnsson, opnaði sig um æskuna og ferilinn við bræðurna Gunnar og Davíð Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsinu. 

Þegar Spessi var bara lítill strákur skildi móðir hans hann eftir á Ísafirði, hjá ömmu hans og afa, en þau voru fátækt verkafólk. 

Spessi segir frá því að uppvaxtarár hans hafi mótað hann sterkt, og haft áhrif á samfélagslega og pólitíska afstöðu hans. 

Hann segir að fátækt ömmu hans og afa og höfnunin sem hann varð fyrir af hendi foreldra sinna hafi fylgt honum fram á fullorðinsár. Í dag hefur Spessi náð sáttum við báða foreldra sína, sem eru nú háöldruð. 

Spessi var í mikilli óreglu, þar sem áfengi og önnur eiturlyf voru í öndvegi um langan tíma; eftir meðferð komst hann á lappirnar á nýjan leik. Fljótlega eftir uppþurrkunina hóf hann  ljósmyndanám í Hollandi og síðan þá hefur ljósmyndun skipað stóran sess í lífi Spessa. 

Spessi hefur verið grænmetisæta síðastliðin fjóra áratuga og hann trúir því að hann hafi lifað mörg lífsskeið og á því lífsskeiði sem hann er á núna, sé honum ekki ætlað að borða kjöt. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -