Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Mána misboðið – Þingmenn firrtir að taka 728 milljónir: „Stjórnmálamenn fyrirlíta fátækt fólk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Máni Pétursson, útvarpsmaður í Harmageddon, sparaði ekki stóru orðin á Twitter nú síðdegis. Augljóst er að honum er algjörlega misboðið yfir þeirri upphæð sem íslenskir stjórnmálaflokkar fá frá ríkinu á ári hverju í styrk. Sú upphæð nemur 728 milljónum króna á ári.

Kjarninn greindi frá því fyrr í dag. Sex flokkar af átta á þingi komu sér saman um að hækka þessa styrki um 127 prósent skömmu eftir síðustu kosningar. Einungis Píratar og Flokkur fólks­ins tóku ekki þátt í þeim gjörningi.

Máni lýsir þessu sem raunar sjálftöku. „728.000.000 er sú upphæð sem allir stjórnmálaflokkar á þingi samþykktu handa sjálfum sér á næsta ári. Hugsið aðeins um þetta.“

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var ekki lengi að svara honum. Hann er fylgjandi styrkjunum þó Píratar hafi ekki tekið þátt í að hækka þá. „Ef þú ert með hugmynd um hvernig sé hægt að fjármagna stjórnmálaflokka án þess að:

  1. fyrirtæki kaupi þá,
  2. moldríkir einstaklingar kaupi þá,
  3. fátækt fólk fái ekki aðild að þeim og
  4. ríkið fjármagni þá, þá er ég allur eitt eyra,“ skrifar Helgi Hrafn.

Þetta svar virðist einungis hafa hleypt illu blóði í Mána. Hann segir þetta þvælu í Helga Hrafni. „Byrjar þessi þvæla.

  1. Þið gætuð byrjað á að samþykkja ákvæði nýrrar stjórnarskrá um aukið lýðræði.
  2. Þið gætuð unnið vinnuna ykkar og rukkað félagsgjöld.
  3. Fátækt fólk fær ekki aðild að stjórnmálaflokkum í dag. Stjórnmálamenn fyrirlíta fátækt fólk og þá sérstaklega konur,“ svaraði Máni.

Helgi Hrafn móðgaðist smá við þetta. „En hetjulegar upphrópanir.

- Auglýsing -
  1. Sammála, en dregur ekki úr fjárþörf.
  2. Hvergi nálægt því að duga til.
  3. Þú veist að þetta er rangt“.

Máni stóð fast á sínu og svaraði:

  1. Nei en gerir þingið virkara og starfar meira fyrir fólkið.
  2. Rétt en það + styrkir dregur úr fjárþörf.
  3. Stend við þetta þegar kemur að þingflokkum og flestum borgarstjórnarflokkum. Ég dæmi flokkana af því sem þeir gera en ekki segja.“

Hann lauk svo rifrildinu með því að segja þetta lýsandi fyrir veruleikafirringu stjórnmálamanna. „Þingmenn i dag eru ekki í neinum tengslum við raunveruleikann og það er meðal annars vegna þessa ríkisstyrkja. Þið talið ekki við grasrótina.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -