Þriðjudagur 16. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Manndráp í Torrevieja – Guðmundur Freyr grunaður um að hafa orðið stjúpföður sínum að bana

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sverrir Örn Olsen fannst látinn á heimili sínu í Torrevieja á Spáni aðfararnótt sunnudagsins 12. janúar, hann var 65 ára að aldri.

Þegar lögregla kom á vettvang var Sverrir Örn látinn. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Mannlífs er Guðmundur Freyr Magnússon, stjúpsonur Sverris Arnar, í haldi lögreglunnar í Torrevieja, en hann er grunaður um að hafa orðið Sverri Erni að bana. Sverrir Örn var sambýlismaður móður Guðmundar Freys, Kristínar Guðmundsdóttur og höfðu þau öll búið á Spáni í nokkurn tíma.

Tor­revi­eja og svæðið í kring er eftirsóttur staður fyrir Íslendinga, bæði til lengri og styttri dvalar, og hafa margir Íslendingar keypt sér eignir á svæðinu og flutt þangað alfarið.

Átök leiddu til bana

Norski miðillinn SpaniaAvisen fjallar um málið í dag. Þar kemur fram að gerandinn hafi ruðst inn á heimili móður sinnar og stjúpföður í Los Balcones-hverfinu í Torrevieja. Til átaka hafi komið á milli mannanna tveggja sem lauk með því að gerandinn hafi hrint stjúpföður sínum á glugga með þeim afleiðingum að glugginn hafi brotnað. Við það hafi fórnarlambið hlotið marga skurði, missti mikið blóð og látist.

Samkvæmt upplýsingum SpaniaAvisen voru stungusár á líkama hins látna sem ekki voru vegna glerbrota úr glugganum. Beðið er niðurstöðu krufningar.

- Auglýsing -
Guðmundur Freyr
Mynd / Facebook

Margdæmdur á Íslandi

Guðmundur Freyr sem grunaður er um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana er nýlega orðinn fertugur. Frá 16 ára aldri hefur hann minnst átta sinnum verið dæmdur til refsivistar fyrir hegningarlagabrot, fíkniefnabrot, tollalagabrot, lyfsölulagabrot og skotvopnalagabrot. Þann 19. desember 2007 var Guðmundur Freyr dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa kveikt í parhúsi á Þorlákshöfn. Kona og tvö börn voru sofandi í hinum hluta parhússins þegar Guðmundur lagði eld að húsinu. Í sama dómi var Guðmundur Freyr dæmdur fyrir rán vopnaður hnífi, fjársvik, ölvunarakstur og vörslu fíkniefna.

Stórslasaður eftir alvarlegt bílslys

- Auglýsing -

Í byrjun árs 2018 lenti hann ásamt móður sinni og þremur öðrum Íslendingum í alvarlegu bílsslysi á Spáni. Guðmundur Freyr stórslasaðist og í fyrstu var talið að hann væri lamaður, svo reyndist þó ekki vera, en hann hlaut þó alvarlega áverka á taugum og mænu og ljóst var að langt bataferli var framundan.

Í viðtali við DV í mars 2018 sagði Kristín, sem sjálf tognaði illa í baki í slysinu, um meiðsl Guðmundar Freys: „Hann getur hreyft tærnar og lyft hnjánum. Svo tók læknirinn hann fram úr rúminu í dag [síðastliðinn mánudag, innsk. blm.] og hann reyndi að stíga hænuskref úr rúminu og aftur upp í. Síðan kom baksérfræðingur til að meta taugaskaðann, sem er mikill. Hann virðist ekki vera lamaður en það er ekkert sem þeir geta sagt með vissu. En hversu mikið þetta gengur til baka vitum við ekki. Þetta er heilmikill skaði.“

Var andlát bróður Guðmundar slys eða manndráp?

Fleiri áföll hafa dunið yfir fjölskylduna á síðustu árum. Bróðir Guðmundar Freys og sonur Kristínar, Þorvaldur Magnason, fannst látinn í Fossvogsdal 12. desember 2017, en hann var á leið til Spánar daginn eftir. Samkvæmt rannsókn  lögreglu benti ekkert til að neitt saknæmt hefði átt sér stað. Kristín og aðrir aðstandendur voru hrædd um að Þorvaldi hefði verið ráðinn bani, þar sem áverkar voru á líkinu og hann hafði sætt hótunum dagana fyrir andlátið. Þorvaldur var fíkill og fór Kristín ekki leynt með þá staðreynd en sagði son sinn hafa verið lífsglaðan og skemmtilegan mann. Eftir andlát hans tjáðu margir sig á samskiptamiðlum um mannkosti Þorvaldar og ljóst að hann átti marga vini og kunningja.

„Það er greinilega ekki nóg á mann lagt að Valdi minn kvaddi þennan heim 12. desember og svo þetta núna. Ég veit ekki hvar þessi martröð endar. Maður er ekki búinn að jafna sig á einu áfallinu þegar það kemur annað. Það er engin hætta á því að ég sé að fara að yfirgefa hann fyrr en hann getur bjargað sér sjálfur,“ sagði Kristín um son sinn, Guðmund Frey eftir bílslysið í byrjun árs 2018.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -