Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Manneskja ársins sem Íslendingar gleymdu í kórónafári: „Verður aldrei endurtekið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Hildur Guðnadóttir

Þríeykið, Víðir Reynisson, Alma Möller og Þórólfur Guðnason voru valin Manneskjur ársins hjá Rás 2 og DV. Það er engu líkara en Íslendingar hafi mitt í kórónafárinu gleymt þeirri manneskju sem bræddi hjörtu landsmanna fyrr á árinu svo þeir voru að rifna úr stolti, sú manneskja komst ekki einu sinni á lista hjá DV yfir þau sem voru tilnefnd.

Leikarinn Felix Bergsson rifjar upp á Twitter hvaða hetju og fyrirmynd Íslendingar gleymdu í lok árs. Sú manneskja er fyrsti og eini Óskarsverðlaunahafi Íslendinga, Hildur Guðnadóttir. Felix segir:

„Það er dáldið magnað og dáldið sorglegt að Hildur Guðna hafi ekki verið manneskja ársins á öllum listum. Afrek hennar árið 2020 verður aldrei endurtekið.“

Hildur var aðeins fjórða konan í 92 ára sögu Óskarsverðlaunanna til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir frumsamda tónlist. Þá er Hildur fyrsta kon­an til þess að vinna verðlaun­in í flokki frum­sam­inn­ar kvik­mynda­tón­list­ar síðan aka­demí­an sam­einaði alla und­ir­flokka tón­list­ar­verðlaun­anna árið 2000.

Sigurður Viktor Úlfarsson tjáir sig undir þræði Felix Bergssonar:

„Fyrr á árinu las ég að hún væri búin að vinna 10 helstu verðlaun í kvikmyndatónlist. Óskarinn, BAFTA, Golden Globe, People’s Choice og öll hin. Áður en Hildur kom höfðu öll þessi verðlaun frá upphafi veitt samanlagt 6 styttur til kvenna. Núna eru þau orðin samanlagt 16 eftir að Hildur bætti við 10 styttum. Talandi um að láta glerþakið finna fyrir því!“

Hildur Guðnadóttir
Mynd / EPA

Hildur heillaði salinn upp úr skónum þegar hún hélt sína ræðu og hluti ræðunnar fór á mikið flug á samfélagsmiðlum, þegar hún sagði:

„Til stelpnanna, til kvennanna, til mæðranna, til dætranna, sem heyra í tónlistinni rísa upp að innan; látið í ykkur heyra. Við þurfum að heyra raddir ykkar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -