Björgunarsveitir eru með mikinn viðbúnað í Reynisfjöru en þær leita nú manns sem féll í sjóinn um klukkan þrjú í dag. Vísir greindi fyrst frá málinu.
Samkvæmt frétt Vísis, segir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar að rétt fyrir þrjú hafi borist tilkynning um að maður hafi lent í sjónum.
Fjölmennt lið björgunarsveita var undireins kallað út og þá er björgunarbátur frá Vestmannaeyjum einnig við leit ásamt fleiri viðbragðsaðilum.
Síðastliðin rúm tíu ár hafa fjögur banaslys orðið í Reynisfjöru, síðast lést þýsk kona í fjörunni í janúar 2017.
Fréttamyndin er frá south.is