Föstudagur 29. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Måns sendir frá sér nýtt lag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sænski söngvarinn Måns Zelmerlöw, sigurvegarinn í Eurovision 2015, hefur sent frá sér nýtt lag og syngur nú á sænsku í fyrsta sinn. Lagið ber titilinn Gamle dager og er unnið í samvinnu við norska lagasmiðinn Morgan Sulele.

Måns upplýsir í viðtali við Aftonblaðið að hann hafi samið heila plötu á sænsku á árunum 2011-12 en „hent henni í ruslakörfuna“ þar sem honum hafi fundist hallærislegt að syngja ekki á ensku. Nú hafi hann hins vegar gramsað í körfunni og dregið plötuna fram aftur. „Hún liggur jú þarna ennþá og þar er að finna nokkur góð lög sem ég ætla að grafa upp,“ segir Måns.

Hann segir lagið sérlega vel passandi á þessum tímum kórónaveirunnar þar sem það sé fullt af vongleði. „Ég verð svakalega glaður þegar ég hlusta á það,“ segir hann í viðtalinu.

Måns stefndi á Evróputúr í sumar og ætlaði að hefja hann í júlí og segist enn halda í vonina um að af því geti orðið, þrátt fyrir farsóttina.

Spurður hvers vegna hann hafi ekki gefið út lög á sænsku fyrr segir Måns að stærsti hópur aðdáenda hans sé í Evrópu og honum hafi einfaldlega ekki fundist rétt að syngja á tungumáli sem þeir skilja ekki, en nú hafi hann trú á því að hann geti gefið út lög bæði með enskum og sænskum textum. Næsta plata, sem hann vinnur nú að, verði reyndar með enskum textum en hann ætli sér að gefa jafnframt út eitt og eitt lag á sænsku og sjá til hvernig það gangi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -