Þriðjudagur 23. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Manstu eftir Þorvarði? – „Því miður er eitthvað að riðlast í þessum efnum í dag“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorvörð Örnólfsson, lögfræðing og kennara, þekkja líklega flestir Íslendingar en hann heimsótti flesta grunnskólanemendur yfir alllangt tímabil. Krabbameinsfélagið minnist árangurs hans á Facebook en félagið fagnar nú 70 ára afmæli. Almennt virðist fólk telja að þetta frumkvöðlastarf hans hafi haft gífurleg áhrif á þjóðina. Þegar hann hóf það þá reyktu grunnskólabörn nánast að staðaldri. Honum má þakka fyrir að það hljómi furðulega í dag.

„Í allmörg ár þrammaði Þorvarður Örnólfsson lögfræðingur og kennari einn síns liðs um landið dragandi á eftir sér níðþunga kvikmyndavél og hafði með í farteskinu eftirminnilegar myndir um lungnauppskurði sem fljótlega urðu landsfrægar. Þorvarður átti sjálfur frumkvæði að því að Krabbameinsfélag Reykjavíkur réði hann í vinnu til að sinna þessu mikilvæga verkefni,“ segir í færslu Krabbameinsfélagsins.

Innan hins vinsæla Facebook-hóps Gamlar ljósmyndir er fjöldi fólks sem rifjar upp minningar sínar af Þorvarði. Þar á meðal er gamal samstarfsmaður, Sigurður Rúnar Ragnarsson prestur. Hann lýsir Þorvarði svo:

„Ég starfaði hjá Krabbameinsfélagin í tæp fimm ár sem fræðslufulltrúi í forvarnarstarfi gegn reykingum. Fór í flesta skóla landsins og stöðugt hér í Reykjavík. Baráttan undir stjórn Þorvarðar var markviss og einlæg. Við höfðum margvíslegt fræðsluefni og höfðum góð áhrif á nemendur sem hafa eflaust grætt mikið á því að hafa ekki eða aldrei byrjað að reykja. Því miður er eitthvað að riðlast í þessum efnum í dag. Þorvarður var góður félagi og yfirmaður sem vann ótrauður frumherja starf sem bar árangur. Ég er þakklátur og stoltur af þessu samstarfi. Góður grunnur að því sem síðar varð er ég varð prestur. Þorvarður var drengur góður!“

Þorvarður lést árið 2013 en orðstír deyr aldrei þeim er sér góðan getur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -