• Orðrómur

Manuela upplifði skemmtilegt atvik á meðan veitingamenn fengu skell

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ókunnugur maður kom Manuelu til hjálpar. Veitingamenn í miðbænum eru í sárum.

Góð vika – Manuela Ósk Harðardóttir
Athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir upplifði skemmtilegt atvik í vikunni þegar alókunnugur maður gerði sér lítið fyrir og borgaði heila matarkörfu fyrir hana í versluninni Iceland. Manuela uppgötvaði þegar hún var komin á kassann að hún hafði gleymt kortinu sínu úti í bíl og fór að sækja það. Þegar hún kom til baka var búið að setja vörurnar í poka og afgreiðslumaðurinn upplýsti hana um að búið væri að borga fyrir þær og skilaði kveðju frá Grími.
Manuela segir frá þessu á Instagram og auglýsir eftir hinum góðhjartaða Grími, því hún hefur enga hugmynd um hver hann er. Hún er að vonum innilega hrærð og þakklát og biðlar til Gríms að gefa sig fram. Hver veit, kannski er þarna ástarsaga aldarinnar í uppsiglingu.

Slæm vika – veitingamenn í miðbænum
Þótt veitingasala í miðbænum hafi heldur betur tekið við sér að undanförnu eftir lokanirnar vegna COVID-19 eru þó ekki allir veitingamenn á góðum stað. Upplýst var í vikunni að þrjátíu veitingastaðir í miðbæ Reykjavíkur og þar um kring hefðu lokað fyrir fullt og allt í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Þar á meðal eru rótgrónir staðir sem hafa verið samastaður fólks í margar kynslóðir, eins og Grillið, Hressó og Lækjarbrekka og ljóst að þetta er ekki aðeins högg fyrir veitingamenn þessara staða heldur ekki síður fyrir trygga viðskiptavini þeirra. Nú er bara að vona að veitingamenn þessara staða finni leið til að opna einhvers staðar annars staðar og halda áfram að gleðja bragðlauka Reykvíkinga. Við óskum þeim alls hins besta og lifum í voninni.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -