Miðvikudagur 17. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Már Gunnarsson: „Það á í rauninni að hundsa leiðsöguhunda og láta sem þeir séu ekki til“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég upplifi meira sjálfstæði og öryggi og hlutir sem ég átti mun erfiðara með eru bara ekkert mál í dag,“ segir Már Gunnarson sem fékk í fyrra leiðsöguhundinn Max. „Það er biðlisti eftir hundum hjá Blindrafélaginu en félagið hefur verið að safna fyrir þessum hundum. Fólk getur stutt þetta með því að fara inn á heimasíðu félagsins og kynnt sér þetta betur.“

Þannig að þetta er klárlega mikil bót.

Már segist hafa í gegnum tíðina fylgst með einstaklingum með leiðsöguhunda og að hann hafi oft hugsað með sér hvað það væri nú stórkostlegt að eiga svona góðan vin sem hjálpaði honum í daglegu lífi við að gera hitt og þetta. „Ég beið alltaf mjög spenntur eftir því þangað til ég yrði nógu gamall og á þannig stað að geta verið með leiðsöguhund. Síðan þegar kom að því að ég sá fyrir mér að þetta gæti gengið þá sótti ég um hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöðinni, sem heitir Sjónstöðin í dag, að fá svona leiðsöguhund og þá þurfti maður að fara í gegnum smáferli og umsóknarferli. Ég fór á námskeið og síðan beið ég í rúmt ár áður en ég fékk Max. Hann aðstoðar mig í daglegu lífi við að komast örugglega á milli staða, hann þekkir helstu leiðir sem við förum og í óvæntum aðstæðum bregst hann við því og fer fram hjá hindrunum. Hann finnur hluti fyrir mig sem ég bið hann um að finna og að fara inn í hús og út úr húsi sem og að finna tröppur eða lyftur. Ef ég missi eitthvað þá þarf ég ekki að beygja mig niður og setja fingurna út um allt og þreifa til að finna það; hann bara finnur það fyrir mig. Þannig að þetta er klárlega mikil bót. Svo er þetta ofsalega góður og fallegur félagsskapur.“

 

Til í tuskið

Max er tveggja og hálfs árs labradorrakki frá Svíþjóð og segir Már að hann hafi verið sérstaklega ræktaður til að sinna starfi leiðsöguhunds.

„Fyrsta árið var hann hjá fósturfjölskyldu þar sem honum voru kenndir heimilissiðir og síðan fór hann í eins árs leiðsöguhundaskóla þar sem hann lærði að verða bara fullmenntaður leiðsöguhundur. Að vísu verður hann aldrei fullmenntaður vegna þess að þetta er ævilöng þjálfun og ég þarf að sinna þjálfun hans á hverjum degi og passa upp á að hann geri allt rétt. Og ef hann gerir eitthvað vitlaust þá leiðrétti ég hann. Ef eitthvað nýtt kemur upp þá kenni ég honum þannig að þetta er ævilöng þjálfun.“

Hann er mikill karakter og rosalega drífandi hundur.

- Auglýsing -

Már segir að Max sé með mikinn drifkraft og að slíkur hundur hafi sérstaklega verið valinn fyrir sig; hund sem væri til í tuskið og til í að fara með honum út um allt og gera með honum allt það sem hann gerir. „Hann er mikill karakter og rosalega drífandi hundur.“

Már Gunnarsson

Skuldbinding og hellings vinna

- Auglýsing -

Enginn má veita Max athygli þegar hann er í vinnu sem leiðsöguhundur. „Það má ekki klappa honum, beygja sig niður og brosa eða horfa í augun á honum. Það á í rauninni að hundsa leiðsöguhunda og láta sem þeir séu ekki til. Þetta er gert til að þeir haldi einbeitingu í vinnunni vegna þess að þeir eru bara með lítinn hundaheila og þeir geta ekki einbeitt sér bæði að mér og síðan öllu áreitinu sem er í kringum okkur.“

Þetta gerir mér lífið léttara á margan hátt.

Þegar Már er spurður hvað sé eftirminnilegast frá því að hann fékk Max segir hann að það sé hve margt sem þeir gera sé ótrúlega „smooth“. „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig það er fyrir mig að standa fyrir utan hús sem ég hef kannski aldrei komið inn í og leita að einni hurð inn í þetta hús. Max finnur þetta strax. Þetta gerir mér lífið léttara á margan hátt. En auðvitað er þetta líka skuldbinding og hellings vinna en ég sé ekki eftir því.“

Már segir að þegar Max er ekki í vinnunni þá hlaupi hann út um allt og hoppi og skoppi. „Hann elskar að fá bein til að naga og þá kemur hann og knúsar mig og ég knúsa hann. Honum finnst gaman að fá knús, klapp og hrós og hann elskar að láta greiða sér. Hann dýrkar að fara út í móa og hlaupa sem ég leyfi honum að gera reglulega. Svo syngur hann alltaf með þegar ég spila á píanó.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -