• Orðrómur

Marek dreifði seðlum og ógnaði vegfarendum áður en hann kveikti í – Kyssti mynd af Putin

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í dag er síðasti dagur í aðalmeðferð í máli Marek Moszczynski sem ákærður er fyrir að hafa valdið dauða þriggja og sýnt tíu í viðbót banatilræði með því að leggja eld að Bræðraborgarstíg 1 síðastliðið sumar. Hann er ennfremur ákærður fyrir brennu og árás á lögreglumann þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið.

Ákæruvaldið fer fram á ævilangt fangelsi eða 20 ára fangelsisvist til vara.

Kyssti Pútin

- Auglýsing -

Mikill fjöldi vitna hefur verið kallaður til. Meðal þeirra má nefna aðra íbúa hússins, bróður ákærða, geðlækna og lögreglumenn sem kallaðir voru til við brunann. Marek var í vetur metinn ósakhæfur af geðlæknum, en dómarar eru ekki bundnir af því mati. Ef dómur fellst á ósakhæfi verður honum ekki gert að sæta fangelsisvist en er unnt að að vista Marek nauðungavistun á réttargeðdeild.

Spilaðar voru myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum í miðborg Reykjavíkur og rússneska sendiráðið frá þessum degi sem sýna sérkennilega og ógnandi hegðun Mareks fyrir brunann. Hann sést dreifa seðlum og ógna vegfarendum í Austurstræti og á Ingólfstorgi. Í upptökum frá rússneska sendiráðinu eftir íkveikjuna sést Marek koma gangandi með föt á öxlinni, klæða sig úr skóm og taka af sér bindi sem hann hendir í götuna. Því næst reif hann haf sér jakka og henti honum yfir girðingu sendiráðsins áður en hann tók upp fána með mynd af Pútin, lagði hann á jörðina og kyssti.

Marek var komin inn á lóð sendiráðsins þegar lögreglumann bar að og sýna búkvélar þeirra Marek ráðast að lögreglumönnum vopnaður gúmmimottu þegar þeir voru við að snúa hann niður.

- Auglýsing -

„Spetnaz gruppa, Afganistan.“

Geðlæknar vitnuðu um að Marek hefði verið greindur með maníu sökum geðhvarfasýki en væri á lyfjum sem héldi einkennum niðri og væri fyrirmyndarsjúklingur. Verjandi Mareks, Stefán Karl Kristjánsson, sagði Marek aftur á móti hafa hætt að taka lyfin fyrir hálfu ári síðan.

Í upptöku lögreglubíls sem flutti Marek eftir handtökuna má heyra hann syngja og hlæja. Aðspurður um nafni svarar hann að hann heiti Dimitri og bætir við: „Spetnaz gruppa, Afganistan.“

- Auglýsing -

Vitni sem kölluð voru til sögðu báru Marek vel söguna og lýsti hjartalæknir honum sem dagfarsprúðum og blíðum manni sem hefði verið orðinn mjög veikur á geði daginn fyrir brunann.

Sautján fórnarlömb brunans eða ættingja gera kröfur um bætur Verði Marek dæmdur ósakhæfur mun bótakrafa verða byggð á lögum frá 1281 úr Jónsbók en þar segir:

Ef óðr maðr brýst ór böndum ok verðr hann manns bani, þá skal bæta af fé hans … ef til er. En ef óðr maðr særir mann, þá skal arfi uppi láta vera sárbætr ok læknisfé af fé hins óða.

Í nútíma réttarsögu eru fordæmi fyrir notkun laganna.

Sjálfur hefur Marek neitað að gefa skýrslu fyrir dómi.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -