Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Margir hræddir um líf sitt við hvarf Valgeirs – Skuldaði hættulegum mönnum háar fjárhæðir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Valgeir Víðisson var aðeins þrítugur er hann hvarf sporlaust í júnímánuði 1994. Sterkur grunur lék á því að honum hafi verið ráðinn bani þá um nóttina.

Frá því árið 1970 hafa 42 einstaklingar horfið sporlaust hér á landi og líkamsleifar þeirra aldrei fundist. Og eru þá ekki taldir með þeir sem hafa horfið erlendis né farist á sjó.

Eitt þekktasta og umtalaðasta mannshvarf síðastliðinna áratuga var hvarf Valgeirs, sem hvarf 19. júní 1994.  Talið var fullsannað að Valgeir hafi haft tengsl við undirheima Reykjavíkur, og sterkur grunur var um að honum hefði verið ráðinn bani nóttina sem hann hvarf.

Skuldaði hættulegu fólki háar fjárhæðir

Valgeir var rétt tæplega þrítugur þegar hann hvarf sporlaust frá heimili sínu á Laugaveginum og frá upphafi hefur hvarf hans verið tengt fíkniefnaviðskiptum. Valgeir skildi eftir sig sjö ára son, Óðinn.

Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma og var mikið um það fjallað í fjölmiðlum. Að sögn vina Valgeirs skuldaði hann hættulegum og umsvifamiklum fíkniefnasölum háar fjárhæðir og innan raða fíkniefnaheimsins var aldrei efast um að hvarf hans tengdist þessum skuldum.

- Auglýsing -

Það var álit margra innan löggæslunnar að með hvarfi Valgeirs hafi harkan í fíkniefnaviðskiptum farið upp á nýtt stig, stig þar sem morð hafi bæst ofan á misþyrmingar skuldara, en slíkt hafi áður þekkst.

Þótti drengur góður

Þrátt fyrir ungan aldur átti Valgeir langan feril að baki í afbrotum, hann var þekktur sölumaður fíkniefna, flutti þau inn og dreifði til smásala. Hann hafði þegar hlotið dóma fyrir innflutning, sölu og neyslu fíkniefna og hlaut hann fyrsta dóminn aðeins fimmtán ára gamall.

- Auglýsing -

Samt sem áður virðist flestum hafa líkað afar vel við Valgeir og honum var yfirleitt lýst sem hæglátum og góðhjörtuðum manni. Margir höfðu jafnvel enga hugmynd um neyslu hans, svo venjulegur og almennilegur var hann í samskiptum við fólk. En eftir því sem fíkniefnaneyslan jókst tóku vinir hans eftir breytingu, hann varð óútreiknanlegri og gat rokið upp í reiðiköstum. Eitthvað sem áður hafði ekki verið áberandi í skapferli hans.

Margir hræddir um líf sitt

Margar sögur fóru á kreik um hvarf Valgeirs. Ein var sú að hann hefði verið hræddur um líf sitt og flúið land undir fölsku nafni en að mati flestra sem að málinu komu þótti sá möguleiki ótrúverðugur. Valgeir var peningalítill auk þess sem allt flest benti til þess að Valgeir hafi horfið í miklum flýti. Til að mynda var kveikt á sjónvarpi hans.

Lögreglan lagði mikla vinnu í leit að Valgeiri. Fjöldi fólks var yfirheyrt, fjörur voru gengnar, eyjar á Sundunum kannaðar og svæði sem sem erfið voru til leitar könnuð ítarlega. En aldrei fengust handbærar sannanir um afdrif Valgeirs og enn þann dag í dag er hann ófundinn.

Talið er að fjöldi aðila innan fíkniefnaheimsins viti um afdrif Valgeirs en þeir en þori ekki að koma fram af ótta við þá sem áttu hlut að máli.

Sorgarsaga sonarins

Eitt það sorglegasta við sögu Valgeirs er að sonur hans, Óðinn jafnaði sig aldrei á hvarfi föður síns en þeir feðgar höfðu verið mjög nánir. Í kjölfarið tóku félagsmálayfirvöld Óðin af móður sinni og var hann vistaður á barna- og unglingageðdeild þar sem hann dvaldi næstu árin.

Óðinn komst síðar oft í kast við lögin fyrir fíkniefna- og ofbeldisbrot en hann hefur sagt í viðtölum að alla hans æsku, frá hvarfi föður hans, hafi verið dælt í hann lyfjum, róandi og rítalín til skiptis sem hann taldi að hefði síðar leitt til mikillar fíkniefnaneyslu.

Málið enn opið

Þar sem hvorki Valgeir né líkamsleifar hans hafa aldrei fundist er svo litið á að málið sé enn opið hjá lögreglunni, og komi á einhverjum tímapunkti fram nýjar upplýsingar, verði það tekið upp.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -