Föstudagur 11. október, 2024
-1.5 C
Reykjavik

Margrét fékk staðfestingu um að hún væri neikvæð – Fór aldrei í sýnatökuna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margrét Friðriksdóttir ritstjóri hjá Fréttinni fékk staðfestingu á að hún væri ekki með Kórónaveiruna eftir hraðpróf sem hún tók aldrei.

Fréttin sagði frá þessu í gær en þar segir að Margrét hafi síðasta sumar fengið undanþágu frá landlækni til að láta einungis taka PCR próf stroku úr hálsi en ekki úr nefi. Ástæðan fyrir undanþágunni var sú að dóttir hennar hlaut skaða eftir PCR próf úr nefkoki. Fékk dóttirin í kjölfarið reglulegar blóðnasir og tár láku úr auganu þeim megin sem pinnanum var stungið inn.

Á dögunum fór Margrét ásamt dóttur sinni í sýnatöku á vegum  Arctic Therapeutics.
Tók Margrét með sér staðfestinuna um undanþáguna frá Landlæknaembættinu en til að byrja með þurfti hún að panta tíma á covidtest.is og fékk barkóða sendan sem síðan er skannaður af starfsmann sem réttir henni sýnatökuglas.

Þegar röðin var komin að Margréti gerði hún starfsmanninum sem átti að taka strokuna, grein fyrir því að hún væri með undanþágu og að aðeins mætti taka munnstroku af henni. Starfskona á staðnum benti henni þá á að ekki væru teknar munnstrokur hjá þeim en það væri einungis gert á Suðurlandsbraut. Margrét ákvað þá að afpanta sýnatökuna og panta aðra á Suðurlandsbraut. Dóttir hennar fór þó í sýnatökuna.

Einum og hálfum klukkutíma síðar fær Margrét smáskilaboð frá sýnatökustaðnum þar sem henni er tilkynnt að hún hefði greinst neikvæð. Hún greindist neikvæð í sýnatöku sem hún fór aldrei í. Þá fékk hún einnig tölvupóst frá fyrirtækinu með heilbrigðisvottorði sem staðfestir að hún sé ekki með Kórónaveiruna og getur hún notað vottorðið til að komast inn á staði sem krefjast hraðprófs.

Sms skilaboð sem Margrét fékk þar sem staðfest er að hún er neikvæð. Mynd: frettin.is

 

- Auglýsing -
Sýnatökuglasið sem Magrét tók með sér heim Mynd: Frettin.is

Samkvæmt Fréttinni veitir heimasíða Arctic Therapeutics sem sér um þessar sýnatökur, afar takmarkaðar upplýsingar um fyrirtækið en ekki er hægt að sjá hver stendur á bakvið fyrirtækið og ekkert símanúmer né heimilisfang er skráð á síðunni.

Ef litið er á fyrirtækjaskrá má sjá að fyrirtækið er skrá í Sóltúni 12 en engin starfsemi á vegum fyrirtækisins er staðsett þar að sögn Fréttarinnar. Hákon Hákonarson er skráður fyrir fyrirtækinu en sjálfur er hann með lögheimili í Bandaríkjunum. Sonur hans, Ívar Örn Hákonarson er skráður tengiliður hans. Blaðamaður Fréttarinnar hefur reynt að ná í Ívar Örn en án árangurs en svo virðist sem símanúmer hans sé óvirkt.

Fréttin skoðaði Hákon Hákonarson nánar og komst að því að hann hefur verið að fást við genarannsóknir í nafni Arctic Therapeutics en fyrirtæki hefur einnig leyfi til að reka lífsýnabanka.

- Auglýsing -

Margrét er komin með lögmenn í málið sem vilja skoða ferlið á sýnatökunum og hefja rannsókn á málinu.

Margrét fékk vinkonu til að bóka sýnatöku hjá fyrirtækinu og gera það sama og Margrét hefði gert, hætta við sýnatökuna. Skömmu síðar fékk vinkonan smáskilaboð um að hún væri ekki með veiruna. Því er ljóst að ekki er um einstakt tilfelli að ræða.

Mbl.is fjallaði um Covidtest.is og benti á ansi mikil líkindi með síðunum covidteset.is og covid.is sem er á vegum Landlæknis og Almannavarna Ríkisins. Þar má sjá sömu litir eru notaðir í bakgrunni og því líklegt að margir ruglist á og telji sig vera að panta sýnatöku hjá ríkinu en ekki af einkareknu fyrirtæki.

Íslenska ríkið greiðir um 4.000  kr. fyrir hvert hraðpróf og 6.000 kr. fyrir hvert PCR próf.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -